Ökuferð eða tímar
Hobbsan....
Kominn til Finnlands. Ferðin gekk vel með Sendis. Vitið kannski ekki hver Sendis er? Sendiferðabíllinn sem ég keypti á Íslandi til að flytja afganginn af dótinu okkar til Finnlands. Við vorum nefnilega með geymslu á leigu. Allt of dýrt að leigja svona um óákveðinn tíma. Þar geymdum við bækur og stóla, hillur og dót, föt og ég veit ekki hvað... Þegar ég athugaði hvað myndi kosta að senda þetta til Finnlands með skipi var áætlað að við þyrftum að borga um 460 þúsundkall fyrir flutninginn. Þá kannaði ég hvað kostaði að senda bíl... í sama skipi, sama gám... 65 þúsund kall. Ath bíllinn tekur jafn mikið pláss... nei auðvita miklu meira, en þetta dót okkar. Þess vegna keypti ég sendiferðabíl (Sendis) fyllti hann og sendi til Svíþjóðar og keyrði þaðan til Finnlands. Þessi flutningur með verði Sendis, mínum ferðum, bensíni, mat og alles kostaðu um 200 þúsund kall. Þannig að ég sparaði helling af köllum og á eitt stykki Sendis. Svo verður bara sama sístem þegar við flytjum til Íslands.
Ég hitti leikmynda- og búninga hönnuðinn (Liisa) fyrir Ofviðrið í gær og í dag og á morgun verður tæknifundur með henni og Ilkka ljósahönnuði. Svo hefjast æfingar 20. nóvember.
Ég get ekki lokað þessu bloggi án þess að minnast á frábæra gagnrýni í mogganum í gær á "Ökutímar" hjá LA. Ég get ekki betur séð en að Magnús hafi hitt á enn einn hittarann. Allir í leikhús á Akureyri.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim