Stefán Sturla Sigurjónsson

21 nóvember 2007

Ofviðrið

Í gær 20. nóvember hófust æfingar á Ovfiðrinu eftir W.Shakespeare í Borgarleikhúsinu í Vasa. Ég leikstýri verkinu og fæ til liðs við mig Hilmar Örn Hilmarsson til að gera tónlist og hljóðmynd fyrir uppsetninguna. Ilkka Paloniemi deildarstjóri ljósahönnunardeildar listaháskólans í Helsinki, hannar lýsinguna og Liisa Ikonen gerir leikmynd og búninga. Allir leikarar leikhússins taka þátt í sýningunni eða 16 manns. Á finnsku heitir verkið Myrsky, borið fram Mursku.
Í þessari uppsetningu leikur Lasse Hjelt hlutverk Prosperós. Það vill svo skemmtilega til að nú er haldið uppá 40 ára leikafmæli hans. Lasse hefur nokkrum sinnum komið til Íslands með leiksýningar. Hann er mikill áhugamaður um land og þjóð. Hann hefur sérstakan á huga á álfum og öðrum vættum. Fyrir nokkrum árum byggði hann nýtt hús á lóð svolítið fyrir utan Vasa. Lóðin er skógivaxin og stendur við ströndina. Áður en hann ákvarðaði staðsetninguna gekk hann um lóðina og bað um leifi vættanna að fá að byggja og einnig ráðleggingu um hvar hann ætti að byggja á lóðinni. Leifið fékk hann og einnig ábendinguna um hvar hann ætti að staðsetja húsið. Auðvita litu allir á þetta sem klikkun í leikaranum. En Lasse er viss um að vegna þessa hafi þeim hjónum alla tíð liðið vel í húsinu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim