Stefán Sturla Sigurjónsson

13 nóvember 2007

Hvurskonar endemis vitleysa er þetta?

Var að lesa á visi.is um hrakningar Ásthildar Björt Pedersen hjá Tryggingarstofnun. Sagan er lauslega sú að hún bjó með ofbeldisfullum frakk og flúði hann og Frakkland, þar sem hún bjó. Þau virðast hafa átt eitt barn saman sem Ásthildur tók með sér til Íslands. Stuttu eftir komuna veikist svo litla barnið. Þá stendur hún frammi fyrir því að reglurnar á Íslandi eru þær að þú kemst ekki inní kerfið fyrr en eftir sex mánuði. Hún þarf að sækja rétt sinn til Frakklands. Henni hefur verið vísað út af sjúkrastofn með barnið fárveikt. N.b. hún er íslenskur ríkisborgari og hefur aldrei flutt lögheimilið til Frakklands. Hvurskonar gamaldags kerfi er þetta? Geri ekki ráð fyrir að flóttafólk sem tekið er á móti þurfi að búa fyrst í sex mánuði á Íslandi áður en það kemst inn í íslenska samtryggingarkerfið. Hins vegar þurfa íslendingar, sem búið hafa erlendis og stundað þar nám eða vinnu og vilja flytja aftur heim, að búa sex mánuði á Íslandi til þess að fá almennilegan aðgang að heilbryggðiskerfinu. ER EKKI ALLT Í LAGI.
Þegar ég og fjölskylda mín fluttum til Finnlands var ég samdægurs kominn inn í samtryggingarkerfið. Naut þar fullra réttinda ásamt allir fjölskyldunni að sjálfsögðu. Fékk meira að segja senda heim upplýsingabæklinga um stofnanir og hvernig kerfið virkaði.

3 Ummæli:

  • Þann 12:45 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Sæll Stefán!
    Já þetta er nátturlega bara rugl, kannast við þetta þegar ég flutti á milli norðurlandanna.
    Bestu kveðjur úr Skagafirðinum
    Sigurlaug Dóra LS
    ps. Hvað er annars að frétta af Alínu bókinni??

     
  • Þann 11:50 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Minnstu ekki á Alínu bókina ógrátandi... síðustu fréttir sem ég hef er að hún komi um mánaðarmótin. Einum og hálfum mánuði á eftir áætlaðan útgáfudag.

     
  • Þann 1:07 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Sæll Stetán!
    Við erum hér á Sólbakka að velta því fyrir okkur hvort þú getir talað við jólasveininn sem kom til okkar fyrir síðustu jól og athugað hvort hann kemst á jólaball til okkar 13.des kl.2.
    Kveðja Guðrún Árnadóttir

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim