Stefán Sturla Sigurjónsson

09 nóvember 2007

Internet lögregla

Nú eru eftirmál dramans í Jokela í héraðinu Tusby að koma í ljós. Sex ungmenni og tveir starfsmenn skólans voru skotin til bana í þessari hryllilegu árás. Ungmennin sem lifðu árásina af telja sum útilokað að þau geti farið aftur í skólan. Ungir krakkar í barnaskólum í nágrenninu skilja ekki hvað dauðinn er og eru hrædd um að morðinginn birtist í þeirra skóla. Hinn átján ára gamli Pekka-Eric Auvinen sagði á netinu stuttu áður en hann framdi þetta ógeðslega dráp "Sennilega kallið þið mig klikkaðan, brjálæðing, psykopat, glæpamann eða eitthvert annað rugl. Nei sannleikurinn er að ég er dýr, manneskja, skuggaleg manneskja." Svo sannarlega beitti hann dýrseðlinu til að geta verið kallaður öllum þeim viðurnefnum sem hann telur upp og mörgum fleiri. Hann skaut 69 skotum í skólanum af þeim um 400 sem hann tók með sér. Myrti átta, særði tólf og skaut síðan í hausinn á sjálfum sér inná klósetti á annari hæð skólans. En hvað er það sem fær dreng til að fremja svona glæp? Hatur segir hann. En þessi einstaklingur lendir líka í hringiðu á netinu og fremur hermiglæp. Þ.e. hann fer nákvæmlega sömu leið og nokkrir háskólafjöldamorðingjar hafa farið í USA. Segir frá glæpnum og varar við honum á netinu. Er þetta öskur á hjálp, frá klikkuðum einstaklingi? Sumir sérfræðingar segja það. Eiga þá ekki sálfræðingar og lögreglan að fara að fylgjast betur með tíðarandanum og vera með deildir sem BB dómsmálaráðherra vill kalla "Internet lögreglan". Hversu marga stórglæpi má koma í veg fyrir með því að vera með virka lögreglu á netinu?

3 Ummæli:

  • Þann 4:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Það er málið minn kæri. Það væri mikil forvörn að geta verið með eftirlit með netinu og koma þannig í veg fyrir hrottaskap þessara ómenna sem nota netið til að fremja glæpi. Það er hins vegar mjög torfarið í þessum efnum þar sem þessi ómenni skýla sér á bak við lög og reglur sem vernda ÞÁ meira en fórnarlömb þeirra. Persónuvernd og ýmis verndarákvæði
    gera lögreglu og öðrum erfitt fyrir í þessu. Ég held að BB vilji vel í þessum efnum en hans hendur eru bundnar af þessum lögum sem erfitt og jafnvel ómögulegt er að breyta.

     
  • Þann 10:00 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Öll lög og reglur eru mannanna verk. Þess vegna er hægt að breyta þeim og laga að breyttum aðstæðum hverju sinni. Nú er til dæmis verið að breyta byssulöggjöfinni í Finnlandi. Fyrir viku þótti það fráleitt þegar farið var fram á það hjá EB. Lögum um Persónuvernd er hægt að breyta jafn og öðrum lögum.

     
  • Þann 1:47 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Það er alveg rétt hjá þér, vonandi bara að menn átti sig á því áður en skaðinn er skeður. Það er því miður reynslan að fyrst þarf skaði að verða áður en farið er af stað til að afstýra næstu hörmung.

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim