Hverjir meiga skjóta hvað?
Hér í Finnlandi eru pólitískar afleiðingar Jokela morðanna helstar þær að mikil umræða hefur átt sér stað um reglur varðandi byssueign. Hér er það svo að börn allt niður í 15 ára geta fengið byssuleifi ef foreldra samþykkja það. 18 ára unglingar geta fegið byssuleifi ef þeir eru skráðir í skotfélag og hafa verið í því að minnstakosti í sex mánuði. Síðan þarf skotfélagið að mæla með umsókninni og í rauninni vera einskonar ábyrgðaraðili fyrir viðkomandi. En eftir að einstaklingur hefur fengið byssuleifi getur hann hætt í skotfélaginu en haldið leifinu. Þessu vilja skotfélögin breita. Margir áhugamenn um skotveiðar hafa haldið því fram að það séu mannréttindi að 15 ára börn fái byssuleifi. Mér heyrist þó að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á því að það sé algerlega út í hött að börn fái að eiga og bera ábyrg á byssu. Komin er tillaga um að börn yngri en 18 ára meigi skjóta úr byssu út í skógi ef foreldri er með í för. Forsætisráðerran, Matti Vanhanen hefur komið með þá tillögu að skammbyssur verði ekki leifðar nema í skotfélögum. Þær fái ekki að taka með heim heldur verði geymdar og nýttar á þar til gerðum skotsvæðum. Skotfélögin hafa tekið illa í þessa tillögu. Risto Aarrekivi hjá samtökum skotfélaga segir að það setji mikla kröfu á félögin að skipuleggja þetta. Krafa sem sum félögin geti ekki staðið undir. Hann er hræddur um að ef félögin geyma mikið magn af byssum á sama stað auki það bara á hættuna. Það laði til dæmis að innbrotsþjófa. Hann er mjög svektur út í umræðuna og telur ekki ástæðu til að breita vopnalöggjöfinni. Hann bendir á að félagið sem byssudrengurinn í Jokela var félagi í sé ekki í samtökum skotfélaga.
Hér í Finnlandi eiga um 14% þjóðarinnar byssur. Það er þriðja hæsta skotvopnaeign á landsvísu í heiminum. Þessi mikla byssueign er ekki tilkomin vegna hræðslu eða í varnarskyni, eins og gjarna er í USA. Nei Finnar eru miklir veiðimenn og á haustin fara þeir um hverja helgi úti í skógi á elgveiðar, skjóta fugla eða héra. En það eru líka önnur veiðidýr eins og bambar og villisvín. Já fullt af bráð. Því er mjög skiljanlegt að svo mikil byssueign er í landinu. Veiðieðlið er meðfætt. En auðvitað verða að vera strangar reglur um hverjir og hve gamlir einstaklingar geta fengið byssuleifi og um það er nú karpað.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim