Stefán Sturla Sigurjónsson

16 nóvember 2007

Leikararnir mínir

Prinsinn minn hann Adam Thor var að leika í sínum fyrsta sjónvarpsþætti. Það var hringt í mömmu hans og hún spurð hvort hann hefði áhuga á að leika í jóladagskrá sænskumælandi sjónvarpsins hérna í Finnlandi. Adam spurði hvort hann yrði að tala mikið? En svo var ekki. Þá var hann til í þetta og var frá klukkan þrjú fram á kvöld í tökum og þótti óskaplega gaman. Sandra Björg lék í Stundinni okkar forðum og Solla í þáttum sem gerðir voru um Mókoll fyrir Stundina okkar, já og svo lék hún í Sódómu. Nú hefur Adam byrjað að leika. Þá er það bara spurningin hvort yngsta prinsessan hún Anna Alina feti í sömu spor og systkynin.

2 Ummæli:

  • Þann 3:23 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Ég man ennþá eftir því þegar ég lék með apanum Lilla í kennslustofunni, ég var svo veik að ég gat ekki staðið í fæturna (þannig er minningin allavega) en mátti ekki heyra á það minnst að fara heim.
    Nú svo fór ég með honum Rebba ref og gaf "bra bra brauðið" á tjörninni ;)

    Til hamingju elsku Adam sjónvarpsstjarna :)

    Sandra

     
  • Þann 1:51 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Það er náttúrulega ekki að spurja að því!! þetta er bara meðfæddur hæfileiki, held ég að sé nú loksins búið að staðfesta :)
    Efast ekki um að prinsinn hafi staðið sig með eindæmum vel, ótrúlega stolt af litla kallinum mínum sem á afmæli á morgun ;)

    Eh veginn hef ég það nú á tilfinningunni að það sé ekki spurning um "hvort" heldur "hvenær" Anna kemur fram í sjónvarpi ;) Hún er nú strax búin að koma fram á tískusýningu!!

    Kær kveðja

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim