Stefán Sturla Sigurjónsson

28 nóvember 2007

Sömu laun fyrir sömu vinnu!

Sömu laun fyrir sömu vinnu! Er þetta framkvæmanlegt, eiga allir að standa jafnir og er þetta réttlátt? Nýlega fór stærsta stéttafélag hjúkrunarfólks í Finnlandi í harða launabaráttu. Um 90% félagsmanna sögðu upp, sem að sjálfsögðu hefið lamað starfsemi heilbryggðisþjónustunnar hér í Finnlandi. Það var mikil samstaða meðla félagsmanna þessa stéttafélags. En önnur stéttafélög gagnrýndu launakröfurnar sem alltof háar og óraunsæar. Félagið fór fram á 25 til 30% launahækkun fyrir félagsmenn sína. Ríkisvaldið kom að þessari kjarabaráttu með því að samþykkja neyðarlög. Þannig fengu sjúkrahúsin heimild til að kalla inn fagfólk, þótt það hefði sagt upp störfum og væri ekki í vinnu, jafnvel þótt það væri byrjað að vinna annarsstaðar. Lögin voru hörð og nánast útilokað fyrir einstakling að virða ekki innkall spítalans. Nánast eina leiðin til að komast undan innkalli var eigin dauði. Sektin við að hlíða ekki var um 200.000 krónur fyrir daginn. Það kom hins vegar aldrei til að þessi lög tækju gildi. Það var samið um allt að 28% launahækkun sem kæmi í áföngum á næstu fjórum árum. En þá vaknar spurningin, á að borga saumu laun fyrir sömu vinnu? Nei segir stóra stéttafélagið í yfirlýsingu frá sér og bætir við, þau stéttafélög sem ekki studdu þessar launakröfur og aðgerðir þeim samfara geta bara étið það sem úti frís... En býður síðan alla nýja félagsmenn velkomna. Hvernig eiga stéttafélögin sem töldu aðferðarfræðina ranga og kröfurnar óraunhæfar að bregðast við? Í dag eru þau í kreppu eigin ákvarðanna. Félagsmenn þeirra flýja til stóra félagsins og geta þannig nýtt sér launahækkunina. Hingað til hefur þessi krafa "Sömu laun fyrir sömu vinnu" oftast verið í umræðunni vegna kynbundins launamunar. En í þessari kröfu, "Sömu laun fyrir sömu vinnu" eru margar spurningar sem þarf að svara. Stóra spurningin er; Er þetta endilega rétt?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim