Trommarinn minn
Í gærkvöldi voru jólatónleikar í skólanum hans Adams. Tónleikarnir voru haldnir í stóru kikjunni hérna í miðbænum sem heitir Tre faldighetskirkjan, stór og falleg bygging. Þar sungu allir bekkir, oftast tveir til þrír árgangar saman. Hver hópur tvö lög og stundum léku nemendur undir á hljóðfæri. Falleg og hátíðleg stund. Þegar kom að hópnum sem Adam tilheyrir var maður náttúrulega óskaplega stoltur. Svo í seinna laginu steig Adam út úr hópnum og náði í bongotrommu og setist með hana og sló taktinn undir laginu. Ég trúði ekki mínum eigin augum... Ekki hafði prinsinn látið pabba vita af þessu. Hann ætlaði að koma kallinum á óvart, sem honum tókst svo sannarlega.
2 Ummæli:
Þann 8:44 e.h. , Nafnlaus sagði...
Ohh ji prinsinn minn.
Hefði viljað vera þar!!
Bestu kveðjur
Solla stolta stórasystir!!
Þann 10:51 f.h. , Nafnlaus sagði...
Svo er hann kominn með sitt eigið blogg.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim