Úr ýmsum áttum
Tíminn flýgur og dagarnir með. Bara kominn 15. desember. S.l. daga hefur Hilmar Örn verið hérna og unnið með okkur í leikhúsinu við að koma tónlistinni á stað. Þetta er búinn að vera frábær tími fyrir okkur báða. Þori ég að fullyrða. Auk þess að vinna í leikhúsinu, fórum við og hittum tónlistarfólk á svæðinu. Við fórum til parsins sem eru forsprakkar að tónlistarhópnum Gjallarhorn. Fyrir nokkrum árum komu þau til Íslands og spiluðu í Norrænahúsinu. Hilmar fékk að kynnast nýjum mikrafóni sem er alger bilting í heiminum og hönnuð af upptöku– og tæknistjóra Gjallarhorns, Martin Kantola. Þegar Hilmar kemur aftur í janúar hittast þeir aftur og mér skilst að það verði miklar líkur á að hann kaupi nokkur stykki af þessum mikrafónum, fyrir íslenskan markað.
Í dag var jólaskemmtun hjá Adam. Þar lék hann gistihúsaeigandann í jólaguðspjallinu. Náttúrulega bara alger stjörnuleikur. Fórum síðan og fengum okkur pizzu í tilefni dagsins. Jólaskemmtunin hjá prinsessunni verður á mánudaginn.
Í dag var jólaskemmtun hjá Adam. Þar lék hann gistihúsaeigandann í jólaguðspjallinu. Náttúrulega bara alger stjörnuleikur. Fórum síðan og fengum okkur pizzu í tilefni dagsins. Jólaskemmtunin hjá prinsessunni verður á mánudaginn.
Leikaranir hjá Borgarleikhúsinu í Vasa eru komnir í jólafrí svo ég verð ekki með æfingar fyrr en 2. janúar. Dálítið langur tími finnst mér en þá leggst maður bara í rannsóknar– og undirbúningsvinnu. Alltaf nóg að gera við uppsetningu á svona verki eins og Ofviðrið er.
Vona að öllum gangi vel og líði vel í ofviðrunum á Íslandi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim