Stefán Sturla Sigurjónsson

06 febrúar 2008

Leikhússtjóri LA

Leikfélag Akureyrar er búið að auglýsa stöðu leikhússtjóra á Akureyri. Eins og alþjóð veit þá var Magnús Geir leikhússtjóri LA ráðinn leikhússtjóri LR á dögunum og tók við lyklinum í gær 5. febrúra, á fæðingardegi Johan Ludvig Runeberg þjóðarskáldi Finna. Þetta var svo sem nokkuð ljóst... þótti mér að minnstakosti, þ.e.a.s. að MG yrði ráðinn til LR. En nú þarf norðan fólk að hafa nokkuð snararhendur við að finna eftirmann MG. Umsóknarfrestur rennur út 18. febrúar nk. Farið er fram á að næsti leikhússtjóri LA geti hafið starfið sem allra fyrst. Það er svo sem ekkert leyndarmál að við fjölskyldan erum búin að ræða saman hvort ég ætti að sækja um stöðuna. Ég vissi um áramótin að MG ætlaði að sækja um LR svo við Petra fórum þá að spá í þetta. Ákvörðun okkar var að ég skildi sækja um og var ég því tilbúin með umsóknina þegar kom að því að staðan yrði auglýst. Nú er bara að sjá til hvort stjórn LA hafi áhuga á að ráða mig til Akureyrar.

3 Ummæli:

  • Þann 2:43 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Jibbíjibbí jei...bara allir krossleggja fingurnar hehe :)

    þín solla

     
  • Þann 6:20 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Nú er lag að leikhúsið á Akureyri fái Skagfirðing til að stjórna þessu batterýi. Kommma svo....

     
  • Þann 11:33 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    jeijjjj segi ég eins og litla systir... Það væri æðislegt að fá ykkur heim aftur :)

    Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim