Gagnrýni um Ofviðrið
Hér á eftir er gróf þíðing á upphafsorðum í leikdómi um Ofviðrið.
“Léttur og stórkostlegur Shakespeare.
Uppsetning Borgaleikhússins í Vasa á Ofviðrinu eftir William Shakespeare er storkostleg og létt sýning. Íslenski leikstjórinn Stefán Sturla Sigurjónsson hefur forðast að falla í þá gryfju að búa til stóra effekta. Leikstjórn hans er gegnsýrð af léttleika og undirliggjandi húmor um leið og sagan og hið yfirnáttúrulega verður að einni heild á skemmtilegan og stílhreinann hátt, með gagnkvæmum áhrifum hinnar seiðandi tónlistar Hilmars Arnar Hilmarssonar”, segir gagnrýnandi Vasablaðsins, sem er sænskumælandi mogginn í Vasa, um uppsetningu mína á Ofviðrinu. Hann heldur síðan áfram og leggur undir sig hálfa síðu og lofar sýninguna í hástert.
Gagnrýnandi finnskumælandi moggans í Vasa fer aðeins varfæranri leið, meira á bókmenntalegri línu, en lofar framistöðu leikara og heildina, talar um einfaldar lausnir sem honum finnst stundum um of einfaldar (tek það sem lof) en finnst að ég hafi ekki náð fyllilega að skapa dramatíska spennu í sýninguna.
“Léttur og stórkostlegur Shakespeare.
Uppsetning Borgaleikhússins í Vasa á Ofviðrinu eftir William Shakespeare er storkostleg og létt sýning. Íslenski leikstjórinn Stefán Sturla Sigurjónsson hefur forðast að falla í þá gryfju að búa til stóra effekta. Leikstjórn hans er gegnsýrð af léttleika og undirliggjandi húmor um leið og sagan og hið yfirnáttúrulega verður að einni heild á skemmtilegan og stílhreinann hátt, með gagnkvæmum áhrifum hinnar seiðandi tónlistar Hilmars Arnar Hilmarssonar”, segir gagnrýnandi Vasablaðsins, sem er sænskumælandi mogginn í Vasa, um uppsetningu mína á Ofviðrinu. Hann heldur síðan áfram og leggur undir sig hálfa síðu og lofar sýninguna í hástert.
Gagnrýnandi finnskumælandi moggans í Vasa fer aðeins varfæranri leið, meira á bókmenntalegri línu, en lofar framistöðu leikara og heildina, talar um einfaldar lausnir sem honum finnst stundum um of einfaldar (tek það sem lof) en finnst að ég hafi ekki náð fyllilega að skapa dramatíska spennu í sýninguna.
4 Ummæli:
Þann 4:19 e.h. , Nafnlaus sagði...
Til hamingju elsku besti pabbi :)
Þín
Sandra
Þann 5:22 e.h. , Nafnlaus sagði...
Það er ekki að spyrja að því, frábær uppsetning og lof í hástert. Var við öðru að búast, ég bara spyr.
Innilega til hamingju með barnið minn kæri.
Þann 12:26 f.h. , Nafnlaus sagði...
Kæri frændi - til hamingju! Það var ekki við öðru að búast.
kv. Heiðar og Fríða
Þann 2:41 e.h. , Nafnlaus sagði...
til hamingju aftur, og til hamingju með gangrýnina elsku pabbi :)
flott flott...
Þín
Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim