Nýr miðbær
Ég man þegar ég var að hugsa um að fara að læra húsasmíði, reyndar byrjaður með skólann, Fjölbraut í Breiðholti. Finnur bróðir var á samningi hjá Begga og ég fékk vinnu þar og orð um hugsanlegan samning. Óli Begga var þá kominn úr námi og fór fyrir flokknum, flottum strákum í húsasmíði. Þá keypti maður verkfærin í byggingavöruverslun kaupfélagsins. Flott búð í gömlu húsi, svo var raftækjaverslun í lágreystum viðbyggingarsal innaf byggingavöruversluninni. Búðin var í miðbæ stórborgarinnar Sauðárkrókur og matvöruverslunin hinumegin við pósthústorgið, kirkjan fyrir framan pósthúsið, ef einhver þyrfti að senda heilögum anda kort og sódóman Bifröst við hliðina á kirkjunni og hótelið hinumegin. Sem sagt allt eins og góður miðbær á að vera. Óli Beggi notaði sérstakt orð yfir sög... Húsvans... minnir mig að hann hafi kallað sögina og við átum þetta upp eftir honum. Þegar ég fór síðan suður til að halda áfram í fjölbraut, vissi enginn um hvað ég var að tala þegar ég ætlaði að slá um mig með lærdómsorðinu að norðan HÚSVANS. Ég notaði það orð aldrei aftur, bara sög. Reyndar komst ég að því seinna að sennilega átti Óli Begga við danska orðið "fugsvans" sem þíðir bara sög á íslensku. Auðvita var farið í byggingavöruverslunina á króknum og keyptur Húsvans. Þar var líka keyptur hamar og vinnuklæðnaður, naglar og tommari. Þar var líka alltaf heitt á könnunni. Las í dag að þar hafi eitt sinn verið fangelsi í kjallaranum. Þegar ég var ungur var þar lager... minnir mig. Fólk hittist í miðbænum. Nú er það bara skaffó... inn við Ábæ, eða út á eyri, enginn miðbær. Gamla góða byggingavöruverslunin brann í nótt. Kaffi krókur eins og Sandra mín kemur til með að muna þetta sögufræga hús brann. Sorglegt. En nú er kannski akkúrat tími til að skoða og ákveða hvernig eigi að endurlífga miðbæ Sauðárkróks. Endurbyggja og gera aðlaðandi miðbæ undir Nöfunum.
1 Ummæli:
Þann 5:23 e.h. , Nafnlaus sagði...
Já þetta er hræðilegt... Kaffi Krókur-Ólafshús-Mælifell... þetta er miðbærinn minn á Króknum :)
Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim