Stefán Sturla Sigurjónsson

11 janúar 2008

Nálgast frumsýningu

Hef ekki verið mikið heima til að blogga það sem af er árinu og á ekki eftir að vera mikið við tölvuna fyrr en eftir 2. febrúar – eða eftir frumsýningu á Ofviðrinu. Allt hefur gengið vel hingað til. Nú fer að fara í hönd viðkvæmi tíminn. Síðustu vikurnar fyrir frumsýningu. Ég geri ráð fyrir að það verði viðkvæmara andrúmsloft núna en oft áður vegna einkennilegrar skipulagningar leikhússins á nýtingu stórasviðsins. Þannig fæ ég bara örfáa daga þar með leikurunum. Annars æfum við sýninguna í pínulitlu æfingarrými. Það á því eftir að reyna á að vera sáli hópsins og halda dampi.
Hugmyndir að kulturhátíð vorið 2009 að taka á sig mynd. Í kringum frumsýninguna á Ofviðrinu verður kynningarfundur fyrir hátíðina og tækifæri notað til að kynna þessa væntanlegu hátíð fyrir pólitíkusum, sendiherra Íslands í Helsinki, fjölmiðlum og almenningi.


Menningarhátíð í Vasa, Finnlandi í apríl 2009.
Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands er verdari hátíðarinnar.

Ákveðið hefur verið að ég leikstýri Bláa ettinum eftir Andra Snæ vorið 2009 í Borgarleikhúsinu í Vasa. Þetta verður jafnframt síðasta starfsár og sýning núverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. Hann hafði hugmyndir um að ljúka ferlinum með myndarlegri lista- og menningarhátíð sem tileinkuð væri Íslandi. Þetta hefur síðan undið uppá sig og er orðið að stórri hátíð sem er skipulögð af Pohjola-norden hér í Vasa.
Hannes Heimisson sendiherra Íslands í Helsinki, kemur til Vasa þann 1. febrúar til að hitta alla sem að þessari íslensku menningarhátíð standa og skoða aðstæður. Þar munu, ásamt okkur sem höfum verið að vinna undirbúningsvinnuna, borða saman, borgarstjórinn í Vasa, stjórnendur allar listasafna, leikhúsa og sinfóníunnar.

Áætlað er að upphaf hátíðarinnar verði í Vaasa kaupunkinteatteri með frumsýningu á Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Áætlaður frumsýningardagur er uppúr miðjum apríl 2009. Gert er ráð fyrir að Vignir Jóhannsson myndlistamaður, verðir með myndlistasýningu í leikhúsinu auk þess að vinna verk sem verður sett upp í nýlistasafninu Kuntsi hérna í Vasa. Síðan er gert ráð fyrir að sú sýning fari áfram til Helsinki og verði þar í listasafni. Það er gert ráð fyrir að þetta sé samsýning nokkurra myndlistarmanna í nýlistasafninu Kuntsi sem er staðsett í gamla tollhúsinu, ákaflega fallegri byggingu hér við ströndina. Vignir mun hanna leikmynd og búninga fyrir uppsetninguna á Bláa hnettinum. Ákveði er að Leikfélag Akureyrar komi með leiksýningu til Vasa og mun sýna í Vasa teater. Stefnt er að því að Caput komi og spili með Vasa Sinfóníunni og að Guðni Franzson stjórni sinfóníunni á þeim tónleikum í Stadshused. Caput haldi svo tónleika í Borgarleikhúsinu í Vasa og spili í nýlistasafninu Kuntsi. Úr bókmenntageiranum er gert ráð fyrir að minnstakosti tveir höfundar komi og kynni bækur sínar og haldi fyrirlestra um íslenskar bókmenntir.

Úr kvikmyndageiranum hefur Baltasar Kormákur sínt áhuga á að koma með myndir eftir sig og halda fyrirlestur og/eða svarir spurningum um íslenska kvikmyndagerð.

Hugmyndir eru um að veitingastaðir verði með íslenskt hráefni á matseðlinum og fái matreiðslumenn frá Íslandi. Hér eru miklir möguleikar á kynningu því Vasa er alþjóðleg háskólaborg. Hér er Wärtsilä diesel með höfuðstöðvar sínar, ABB mikla starfsemi eða um 4000 starfsmenn. Raforkuiðnaður og mikil timbur- og pappístframleiðsla í næsta nágrenni við Vasa.
Við viljum að einkaframtakið kynni sig, landið og leggi til peninga til að þessi íslenska hátíð í apríl 2009 geti orðið sem veglegust og áhugaverðust.

Þannig er staðan hjá undirbúningsnefndinni en auk mín skipa hana Susanna Ehrs hjá Pohjola-norden, Nordiskt informationskontor hér í Vasa sem heldur um stjórnartaumanna, Markus Packalén leikhússtjóri Borgaleikhússins, Seja Metsärinne frá Vasa teater og Anne-Maj Salin framkvæmdarstjóri Kuntsi. En einnig koma að þessu skipuleggjendur frá borginni, Sinfóníunni og öðrum listasöfnum borgarinnar. Við erum núna í viðræðum við Menntamálaráðuneytið í gegnum sendiráðið hvernig það mun komu að þessari hátíð.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim