Rovaniemi...
Við fórum öll fjölskyldan til Rovaniemi í Lapplandi að hitta jólasveininn. Jólasveinninn býr reindar í fjallinu Korvatunturi en hefur aðsetur í borginni Rovaniemi. Þar búa um 57 þúsund manns og mikið gert út á jólasveininn allt árið um kring. Þetta er falleg borg, það sem við sáum af henni. Í miðborginni eru göngugötur þar er fullt af litlum söluhúsum eins og Hafnfirðingar nota í sínu jólaþorpi. Rétt fyrir utan borgina eru svo jólaþorpin. Annars vegar Santa Park. sem er grafið inn í fjall. Hellir. Glæsileg aðkoma og alveg ótrúlega flott. Fyrst fer maður niður breið og stemmingsfull göng, svo kemur maður að torgi þar er fatahengi og stórt jólatré. Svo eru styttri göng að sjálfri hvelfingunni þar eru veitingastaðir, pósthús, jólasveinahúsið, álfaskóli og margt, margt fleira. Algert æði. Allt kostar og kostar mikið, meira að segja að fara inn á ísbarinn kostar. Við fórum strax um morguninn þegar opnað var inn í Santa Park þess vegna var ekki margt fólk til að byrja með og við þurftum ekki að bíða í löngum röðum. Starfsfólkið allt uppábúið sem álfar. Allt alvöru. Þegar við fórum þaðan um tvöleitið var allt orðuð fullt. Frá Santa park fórum við í hinn jólagarðinn, Santaclaus villige sem stendur á norður heimskautsbaugnum og hefur mikið aðdráttarafl þess vegna. Þetta er útigarður með endalausum möguleikum á að ferðast með hreindýrasleða, eða á snjósleðum, hitta jólasveininn og náttúrulega endalausar raður af minnjagripaverslunum, matsölustöðum og ferðaþjónustufyrirtækjum. Því miður var ekki mikill snjór og heitt í veðri þegar við vorum þarna. Því var ekki boðið uppá sleðaferðir. Upplifunin var æðisleg. Í Rovaniemi er endlausir möguleikar á afþreyingu. Stór og falleg söfn, alþjóðlegar töfra– og kabarettsýningar. Gönguskíðabrautir, fjöll til að renna á svigskíðum og ef einhverjir vila æfa skíðastökk þá eru tvei stökkpallar.
Við stoppuðum bara einn heilan dag í Rovaniemi, sváfum tvær nætur. En þangað langar mig að fara aftur og vera að minnstakosti í eina viku. Þetta er paradís fjölskyldunnar, paradís ferðamannsins.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim