Stefán Sturla Sigurjónsson

01 febrúar 2008

Hugleiðing um uppsetninguna á Ofviðrinu

Ofviðrið eftir W.Shakespeare er margslungið verk. Hans síðasta leikrit skrifað árið 1611. Höfundur blandar saman ýmsum stílbryggðum og býr til fléttu sem er samofin atriðum úr mörgum af hans stærstu leikritum. Í Ofviðrinu eru stórar spurningar; - hefur maður rétt á að líta á sig sem Guð? - eru allir jafnir eða kanski bara misjafnir? - hvernig getur mannkynið lifað saman í sátt og samlindi? Auk margra annara spurninga.

Shakespeare lætur leikritið gerast á lítilli eyju þar sem lifa þrjár persónur. Prosperó, útlægur fursti frá Milanó, dóttir hans Miranda og eyjaskegginn Caliban. Dóttirin er 15 ára gömul og hefur búið á eyjunni frá því hún var þriggja ára. Feðginin hafa lært af Caliban að lifa á náttúrinni, komast af, skynja og skilja að í náttúrunni býr líka mikill kraftur.

Á tímamótum þar sem dóttirin er að fullorðnast óaskar Prosperó henni allt annara örlaga en að fylla eyjuna af afkvæmum Calibans. Framtíð hennar skal vera í hans heimalandi, í hans heimi. Því tekur hann völdin í sínar hendur - eða gerist þetta mikla ævintýri kanski bara allt í hausnu á honum?

Ég hef þá trú að manneskjan í dag hefur allt aðra eiginleika til að upplifa, skynja og skilja táknmál myndmálsins en fyrir 10 árum, hvað þá 400 árum. Öll nútíma þægindi og afþreging hefur þjálfað okkur til þess.

Uppsetning mín á Ofviðrinu byggir á þessari hugmyndafræði. Þ.e. að margar aðskildar sögur geta verið í gangi í einu á sviðinu án þess að trufla hver aðra, heldur styðja og styrkja heildina. Þess á milli dregur maður fram framvinduna í einskonar "nærmynd" eins og í sjónvarpi og bíói, til að undirstrika atburðarrásina. Þetta á eins við um hljóðmyndina. Fyrir mér getur texti leikaranna einnig verið hluti af tónlistinni. Þannig að tónlistin og textinn renni saman og myndi frekar hljóðskynjun en hlustun á orðin.

Mín hugmynd er því að uppsetningin sé; augnakonfekt, bragðgóð fyrir eyrun og upplifun fyrir sálina.

1 Ummæli:

  • Þann 9:44 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Til hamingju með frumsýninguna elski pabbi

    Þín Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim