Stefán Sturla Sigurjónsson

07 febrúar 2008

Leikhús í Vasa

Þetta er kannski ekki beinlínis menningarskúbb. Meira svona menningarsögulegt. Það eru tvö leikhús hérna í Vasa. Borgarleikhúsið það finnskumælandi og Vasa teater það sænskumælandi. Árið 1992 var Borgarleikhúsið í Vasa opnað eftir gríðalega mikla endurnýjun, áralanga endurbyggingu hússins. Þá var rigguð upp íslensk menningarvika í kringum opnunina og forseti Íslands Vigdís Finnbogadóttir ásamt leikhópnum Bandamenn frá Íslandi fengin til að víga stórasviðið. Þetta var voða gaman en... bíddu við árið 1999 var sænskumælandi leikhúsið opnað eftir miklar endurbætur... og... haltu þér, þá var fenginn leikstjóri Ásdís Skúladóttir, frá Íslandi með íslenskt leikrit, Ég er meistarinn, til að víga nýtt svið í leikhúsinu. Svo það eru tvö leikhús í Vasa sem hafa verði vígð af íslenskri leiklist... ekki skúbb, en skemmtilegt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim