Stefán Sturla Sigurjónsson

12 febrúar 2008

Makalúlú fuglinn

Góðir hálsar. Er byrjaður á nýju ævintýri. Reyndar fyrir nokkru. Hér á eftir er upphafið á öðrum þætti. Hvernig líkar þér tónninn?
Makalúlú fuglinn
Gargandi snilld, ekkert annað en gargandi snilld, hugsaði Heimsálfur. Makalúlú fuglar lifa bara við stóra vatnið sunnan við sléttu nornanna, inn á milli hárra fjalla. Makalúlú er því einskonar nornafugl. Nú sveif þessi stóri litfagri fugl á þöndum vængjum í átt að Álfadal, rétti úr sér og settist á sína löngu rauðu spóaleggi. Hann hneigði höfuðið í átt að Heimsálfi og ældi uppúr sér undarlegu bréfsnifsi. Heimsálfi hafði borist skeyti með Makalúlú fuglinum. Þar stóð með afar sérstökum stöfum „Arúkúrí raha berrúsí“ og svo voru tölustafirnir 034. Hann vissi að skeytið var skrifað á galdranornamáli því forðum hafði hann kynnst nornunum í suðri.

4 Ummæli:

  • Þann 6:07 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Maður vill nú bara fá að lesa meira ;)

    Sandra

     
  • Þann 6:23 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Gott að heyra. Hver veit nema þú fáir það.
    Pabbsen..

     
  • Þann 1:38 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Þetta lofar góðu og ef þú nærð sama hrynjanda og í Alínu þá ertu með annan gullmola. Ég hef ekki undan að lesa Alínu fyrir mína litlu, ég er vart búinn að lesa síðustu setninguna þegar ég er fallega beðinn um að byrja aftur á henni. Bíð spenntur.

     
  • Þann 6:11 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Þetta lofar góðu...segi eins og Sandra, vil bara fá að heyra meira :)

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim