Sá lærir sem lifir
Ég er nú skíðakóngur... hehehe eða þannig. Í gær fór ég í fyrsta sinn í stólalyftu. Smá forsaga fyrst. Í fyrra fór ég í fyrsta sinn á skíði í tuttugu og fimm ár. Brekkan í Vasa er svona svipuð og Skálfellsbrekkan, reyndar sú brekka sem við kölluðum barnabrekkan. Allt um það. Í Vasa er toglyfta, eins og var þegar ég var á skíðum í Skálafelli og Bláfjöllum (og þótti góður, fannst eins og ég hefði bara tekið frí í eitt ár). Sem sagt í gær fór ég í fyrsta sinn í stólalyftu. Svo kem ég inn um hliðið og renni mér niður á "rúllubeltu" sem matar stólana. Þetta virkaði eins og stoppari eða bremsa fyrir mig og ég steyptist á hausinn framfyrir mig og losnaði úr skíðunum. Öryggisvörðurinn stoppaði lyftuna og beltið, ég staulaðist í uppá bakkann og spennti á mig skíðin eins og sekur götustrákur. Vörðurinn hjálpaði mér svo í stólinn. Þar sat ég einn og naut útsýnisins. Fagur fjallahringur og tuttugu til þrjátíumetra há grenitrén þakin púðursnjó, sjötíumetra stökkpallur gnæfðu uppúr skóginum. Þangað hefði ég farið fyrir tuttugu og fimm árum, hugsaði ég. Fannst reyndar skrítið hvað maður var berskjaldaður í stólnum. Ef kæmi slinkur á stólinn mundi maður steypast framúr honum og einhverja marga metra niður á jörðina fyrir neðan. Þá fór ég að skoða hvernig þetta var í stólnum fyrir framan. Þar var öryggisgrind fyrir framan hópinn. Ok, þetta er handhelt, maður þarf sem sagt að gera þetta sjálfur. Ég tegði mig þá eftir handfanginu og fékk öryggisgrindina framfyrir mig og fótstigið svo maður þurfti ekki að hanga með skíðin lausu lofti. Svo fylgdist ég vel með hvernig hópurinn í stólnum fyrir framan mig fór úr stólnum. Og ég gerði alveg eins. En ekkert gerðist, ég bara gat ekki lyft upp öryggisgrindinni og vörðurinn stoppaði lyftuna. Öryggisgrindin var föst, djöfull hugsaði ég, var viss um að þetta var mjög einfalt, einhver smá takki sem þyrfti að smella lausum, en hvar var hann????? Þetta gekk ekki og vörðurinn kom út og ýtti skíðunum af fótstiginu og öryggisgryndin var laus. Brekkurnar góðar fyrir kalla eins og mig og dagurinn indislegur. Ég fór margar ferðir í stólalyfturn eftir þetta.
2 Ummæli:
Þann 1:24 e.h. , Nafnlaus sagði...
heheheheh þetta hljómar mjög svipað og þegar ég fór í stólalyftuna í Hlíðarfjalli í fyrsta sinn í fyrra... NEMA þegar kom að því að fara út úr lyftunni steiptist ég á hausinn og dró þessi tvö grey (sem voru með mér í lyftunni) niður með mér... og ég gerði það ekki bara einu sinni heldur í hvert einasta sinn sem ég fór í lyftuna þann daginn... Þau voru farin að neita að sitja með mér í bás... skil ekki afhverju??? ;)
knús til ykkar allra
Sandra
Þann 6:12 e.h. , Nafnlaus sagði...
hahaha snilld... já ég get sko státað mig af því að ég hef aldrei farið í stólalyftu! svona er ég mikil skíðakona hehe.
Hlakka til að sjá myndir
Þín Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim