Stefán Sturla Sigurjónsson

21 febrúar 2008

Úr fyrsta kafla...

Búinn að skrifa aðeins meira. Þetta er úr fyrsta kaflanum í nýju sögunni. Þetta er nefnilega glæpasaga fyrir krakka á öllum aldri.

Nornir eru ekki vondar, það er mikill misskilningur, þær geta ekki heldur galdrað en þær geta ráðið örlögum vina og óvina sinna. Alvöru nornir sjóða nornadrykki og til þess þurfa þær uppskriftir. Oftast eru drykkir norna úr snákahráka, krákublóðu, brennineslum og öðru jurtum sem þær rækta af mikill snilld í görðum sínum. Það má nefnilega þekkja nornir á görðunum þeirra, því þeir eru svo blómlegir og fallegir. Til þess að norn geti talist norn þarf hún því að eiga nornauppskrift, kunna nornaletur og lestur og vera af nornakyni í móðurætt. Nornaskólinn var í Bláufjöllum þar sem stúlkur lærðu til norna. Þar var líka leyndardómur nornanna geymdur, Galdranornabókin með öllum þeim nornauppskriftum sem til eru, góðum og vondum. Aðeins skólastjóri nornaskólans, hin rauðhærða Redía Kvest, vissi hvar hún var geymd

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim