Fyrir nýju bókina sem ég er að skrifa þarf ég að kynna mér ýmsa hluti. Nú er ég að skoða lækningarmátt jurta og annara efna úr náttúrunnar. Auðvita mun ég stæla og stílfæra þær upplýsingar sem ég hef fundið. Hér að neðan eru nokkrar frá ýmsum stöðum á netinu. Verði ykkur að góðu.
Lækningamáttur kýrinnar
- Nautablóð þurrkað og mulið í duft er ágætt við blóðsótt og brennd nautslifur, tekin inn í dufti, sérstaklega góð við niðurgangi.
- Nautsgall, blandað brjóstamjólk eða geitarmjólk tekur suðu frá eyrum, ef ullarhnoðri er vættur í þeirri blöndu og stungið inn í þau.
- Kúamykja og edik saman í bakstur eyðir bólgum og askan af henni stillir blóðnasir, ef hún er tekin í nefið.
- Ef nautsklaufir eru brenndar í húsum, fælir það mýs og sumir segja það fæli líka drauga.
Lækningamáttur jurta
- Túnfífill var álitinn góður við magaverk, niðurgangi, harðlífi, bólgum og ígerðum.
- Vallhumall er góður móti allskonar blóðmissi, innantökum, þvagteppu, uppþembingi, matarólyst, hósta, lungnameinum, gulu, niðurfallssýki, uppsölu og allskonar innvortis bólgu.
- Einir, lauf og ber hans brúkast móti vatnssýki, þvagstemmu og skyrbjúg, tíðateppu, vindi og óhægð í inníflum, andarteppu, máttleysi og liðaverkjum.
- Fjallagrös eru styrkjandi og samdragandi, vollgang mýkjandi, nærandi, blóðhreinsandi, ormdrepandi; þau eru því góð móti taugaveiki og hósta, lífsýki, uppþembingi, matleita og kraftleysi.
- Ætihvönn er góð móti matarólyst, vindi í görnum, innvortis tökum, gulu, hósta og skyrbjúg, fótaveiki, drepsótt og eitri, einnig til að dreifa stöðnu blóði og vondum vessum. Þurrkaða hvannarót skal tyggja þá næmar sóttir ganga.
- Murusóley er góð við lífsýki, blóðlátum, gigt; læknar innvortis sár, blóðspýju, hvít klæðaföll, bakverk og sinadrátt og stillir blóðnasir og dreifir samanhlaupnu blóði.
- Njóli hefur styrkjandi kraft, af nýjum blöðum búst til seyði en það er gott til þvottar á allskonar útbroti hörundsins.
- Peningagras brúkist móti hósta, gulu, lifrarbólgu, og lífsýki.
- Túnsúra, fræ hennar er bindandi, hún brúkast því móti harðlífi, matarólyst, þorsta í landfarsóttum, ólgu í blóði, blóðláti og þykkum vessum.
Þið sem viljið reyna þetta, bendi ég á
þessa vefsíðu hér en þaðan eru heimildir mínar um jurturnar komnar og má þarna finna nákvæmlega hvernig staðið skal að notkun jurtanna. Atriðin um lækningamátt kýrinnar eru úr bók sem heitir Íslenskir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson, prentuð 1934 og af bloggsíðu Ingólfs Sigfússonar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim