Á skíðum í Parra
Við fórum á skíði í gær. Sunnan við Vasa á stað sem heitir Parra, þar er svolítil brekka, eins og gefur að skilja. Tekur um einn klukkutíma að keyra þangað. Þetta var rosa gaman. Adam og Petra eru farin að renna sér í bröttum brekkum og taka svigið og fara í hoppubakka. Anna fór ein í lyftuna, sem er gamaldags toglyfta í barnabrekkunni en fannst brekkan allt of lítil. Barnabrekkan í Parra er stutt og lág. Anna prinsessa fékk því að fara nokkrar ferðir með mér í stóru brekkuna. Svolítið erfitt að hafa hana fyrir framan sig og kallinn fékk í axlirnar. Anna varð alveg sátt þegar hún tók mömmu sína í kennslu í barnabrekkunni. Þá hermdi hún í einu og öllu eftir kennaranum sem hún hafði í Vuokatti. Þegar Petra hrósaði henni, sagði sú stutta; "Mamma þú átt ekki að segja svona, kennarinn á að hrósa nemandanum."
2 Ummæli:
Þann 7:56 e.h. , Nafnlaus sagði...
Æh haha litla prinsessan sko góður kennari, ekki spurning :)
Kv.Solla
Þann 8:15 e.h. , Nafnlaus sagði...
hehe alveg sé ég þetta fyrir mér :)
kv.Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim