Stefán Sturla Sigurjónsson

29 febrúar 2008

Allir á skíði

Erum komin heim úr frábærri skíðaferð til Vuokatti, finnksualpanna. Fyrsta daginn var mikið frost og ég var sá eini sem fór á skíði. Þá sögu má lesa hér aðeins neðar. Dagarnir sem fylgdu voru frábærir. Aðeins frost með snjódrífu eða glampandi sólskini. Adam byrjaði á snjóbrettinu og Anna á snjóþotunni. Petra var með Önnu og ég með Adam í byrjendabrekkunni. Eftir daginn var hann alveg öruggur í brekkunni, fór niður og begði og bremsaði á báðar hliðar. Við skráðum prinsinn og prinsessuna í skíðaskóla. Adam hefur svo gott jafnvægi, búinn að vera mikið á brettum, hjóli og gönguskíðum, svo ég bjóst við að hann yrði fljótur að ná grunninum á svigskíðum, sem og reyndist vera. Anna kom okkur hins vega skemmtilega á óvart. Hún er bara fædd á skíðum... eða þannig. Hún brunaði niður brekkurna, fór í svigið og bremsaði eins og hún hefði aldrei gert neitt annað. Ekki til hrædd og jafnvægið frábært. Pabbsinn var því með litlu prinsessunni það sem eftir var í barnabrekkunni en Adam fór fljótlega í stærri brekkuna með frændum sínum, sem voru með okkur. Þá var komið að Petru. Hún fór líka í skíðaskólann, gekk svona líka vel. Fjölskyldan er sem sagt búin að finna sér sameginlegt áhugamál. Skíði. Myndir á myndasíðunni

2 Ummæli:

  • Þann 9:08 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Skemmtilegar myndir! Þið eruð greinilega öll orðin skíðasnillingar :)
    Guð hvað Anna Alina er orðin stór!! stækkar bara og stækkar! Og Adam bara brettatöffari eins og Hafþór hehe

    kær kv. Solla

     
  • Þann 7:26 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim