Sundin blá og óspillt
Gulla er hætt að leika... þið vitið Guðlaug Elísabet stundum titluð gamanleikkona. Reyndar er ekki langt síðan hún var uppgötvuð og byrjaði að leika, vann í löggunni áður. Svo bara allt í einu kemur yfirlýsing að hún sé hætt að leika. Tek því nú með léttum fyrirvara, hlæ jafnvel að því. En hún er komin í flott jobb, staðarhaldari í Viðey, held ég það heiti. Vona að hún sé alls ekki undir áhrifum frá SER Sigmundi Erni. Hann er svo ótrúlega mikill rómantíkus að hann vill byggja brýr og göng út í allar eyjar á sundunum og reysa þar rómantískar Manhattanbyggðir. Íbúðir þar munu ábyggilega seljast eins og heitar lummur... þangað til vestan stormar og norðan bálið sem gjarnan bylur á þessum eyjum verður búið að frussa norður-Atlanshafinu upp um allar rúður. Þarna væri náttúrulega hægt að byggja einhverskonar klaustur án glugga. Það var gert fyrir nokkrum öldum í Viðey. Af hverju hefur SERa ekki dottið í hug að byggja flugvöll úti í eyjunum, tengja þær saman með fallegri flugbraut. Æiiiii ég var búinn að gleyma því að hann er einn af þeim bláeygu sem telja að flugvöllurinn sé hvergi betur kominn en á miðri Miklubrautinni. Eini flugvöllur í heimi sem hefur aðflug yfir alþingishús landsins þar sem starfa allir pólitískir leiðtogar þjóðarinnar. Nei eyjarnar eru glæsilegur vitnisburður þess að enþá eru til manneskjur sem meta náttúruna. Íslendingar eiga nóg land og þurfa ekki að byggja þessar fallegu útisvistarparadísir. T.d. allt það svæði sem nú fer undir Reykjavíkurflugvöll. Það er góður flugvöllur í Keflavík og með hraðlest frá Reykjavík er málið leyst. Miklu ódýrari leið en að byggja brýr og göng til að fá byggingalóðir úti í eyjum. Gulla sagði í viðtali að það tæki aðeins þrjár mínútur að komast út í Viðey með ferjunni. Ég er viss um að margar þjóðir övunda íslendinga af lítt spjölluðum eyjunnum á sundinu við Reykjavík og þeirri náttúruparadís sem þar hægt að njóta á góðviðrisdögum. Þær þjóðir eru nefnilega búnar að spilla sínum eyjum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim