Leikur að tölum.
Frítt fall krónunnar hefur margt skrítið í för með sér. Las t.d. á MBL í dag að nú geta reiknimeistarar slegið því upp að vörur séu orðnar dýrari utan Íslands en innan, t.d. má lesa samanburð á verði á bensíni í Evrópu og sést þá að verðið er bara með lægramóti á Íslandi. Þetta er hins vegar tölverð einföldun. Jú rétt að fyrir Íslendinga með sína föllnu krónu virkar þetta svona (segir manni bara að olíufélögin á Íslandi eiga eftir að hækka bensínið töluvert mikið næstu daga). Hins vega er ekki sagt frá því í greininni að vörur hafa sáralítið hækkað í evrópu. Hér í Finnlandi kostar líterinn af bensíni um 1,43 € og hefur ekkert hækkað frá áramótum. Þetta þíðir að um áramótin kostaði hann 131,5 ísl.krónur en í dag 178,7 ísl.krónur, eða um 47 ísl.króna hækkun án þess að hafa nokkuð hækkað í Finnlandi, bara í ísl.krónum. Til að gefa rétta mynd þurfa því reiknimeistara MBL að sýna dæmið fullreiknað. Þ.e. hver var munurinn um áramótin og hver er hann nú.
Auðvita þýðir þetta mikla fall ísl.krónunnar að ferðaþjónustan á Íslandi gæti eflst umtalsvert í sumar. Nefnilega við sem komum að utan fáum miklu meira fyrir peninginn en áður, en þeir sem búa á Íslandi þurfa að borga um 25% fleiri krónur fyrir vörur keyptar í evrum án þess að nokkuð hafi hækkað í Evrópu. Svo klikkar blaðamaðurinn á MBL algerlega í myndatextanum sem fylgir fréttinni "Bensínverð hefur farið hækkandi en ástandið er svartara á meginlandi Evrópu, Skandinavíu og Bretlandseyjum". Ástandið er nefnilega bara svart fyrir þá íslendinga sem ætla að ferðast til meginlandsins, enga aðra. Evran er nefnilega stabíll og sterkur gjaldmiðill, þess vegna eru sára litlar vöruhækkanir í Finnlandi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim