Stríðsheimska
Ég hef oft velt því fyrir mér út á hvað stríð gangi. Svörin hafa verið heimspekileg eða afskaplega einföld jafnvel heimskuleg. Niðurstaðan er sem sagt; völd, peningar, pólitík, heimsvaldastefna, heimska og mannvonska. Svo reynir maður að greina hver svar, en niðurstaðan er alltaf sú sama; HEIMSKA og MANNVONSKA.
Þriðja heimstyrjöldin er núna háð undir nafni markaðssetningarinnar “stríð gegn Terror” eða stríð gegn ofbeldisverkum... þetta hljómar undarlega, stríð gegn ofbeldisverkum!!! Getur stríð nokkurtíman verið annað en ofbeldisverk? Þau lönd í heiminum sem styðja og styrkja stríð, þar með talið Ísland, hafa aldrei í sögunni eytt öðrum eins fjámunum í stríðsrekstur og s.l. ár. Gert er reyndar ráð fyrir mikilli aukningu á komandi ári. Hverjir skildu nú eyða mest í þennan stríðsrekstur? Kemur sennilega engum á óvart að það séu Bandaríkjamenn með um helming heildarkostnaðar. Ef þið vafrið um netið getið þið fengið allar upplýsingar um þetta staðfestar. Þessar tölur eru svo hrikalegar að ég kann ekki við að skrifa þær niður. Það væri hægt að búa til allskonar viðmið og dæmi um hvað þessir peningar gætu gert í staðin fyrir að eyða þeim í stríð gegn “ofbeldisverkum”. Réttast er þó að segja að hungri og auðveldum faraldssjúkdómum yrði eytt í öllum heiminum... allsstaðar.
Í dag er ekki lengur þessi pólitíska spenna sem voru forsendur fyrir stríði. Þær kulnuðu endanlega með fundinum í Höfða forðum. Internetið hefur gefið aukið flæði upplýsinga sem berast á sekúntubrotum milli heimshluta. Valdamenn geta ekki lengur logið okkur full, þótt þeir reyni það stöðugt. Eitt heimskulegt dæmi er frásögn Hillary Clinton við komuna til Kosovo fyrir margt löngu. Eða klaufalegar og mannvonskulegar tilraunir Kínverja til að segja aðrar fréttir af hörmungunum í Tíbet. Eins og Kínverjar eigi ekki nóg með það land sem þeir raunverulega ráða yfir. Gleymum því ekki að Kínverjar eru einn stærsti lánadrottinn bandaríkjamanna. Þeir eru líka að verða, ef ekki orðnir eigendur að mörgum, ef ekki flestum stærstu fyrirtækjum sem rekin eru í USA. Þessar hörmungar í Tíbet sem Kínverjar hafa kallað yfir þetta fallega friðsæla land eru óásættanlegar en geta auðveldlega teygt sig til bandaríkjanna með ófyrirséðum afleiðingum. Kínverjar telja sig vafalaust eiga hagsmuna að gæta í USA. Nákvæmlega eins og innrás bandaríkjamanna í Írak og Afganista eða hvernig þeir styrkja og styðja Ísralesmenn gegn Aröpum. Tilgangslaus stríð sem hafa enga hugmydafræði á bak við sig nema stöðugar hefndir og hatur. Afríkustríðin sem rekin eru af hergagnaframleiðendum, svona rétt til að prufa vopnin, eru það ósiðlegasta og ómenneskjulegasta sem finnst á jörðinni. Stríð koma allta fyrst og verst niður á börnum. Stöðvum þriðju heimsstyrjöldina hún er lygi frá upphafi. Drögum valdasjúka heimsvaldayfráðapólitíkusa, stríðsglæpamenn og hergagnaframleiðendur fyrir alþjóðadómstóla. Stöðvum dráp á öllum manneskjum. Það er rangt að drepa aðra manneskju sama undir hvaða yfirskyni það er. Stríð er heimska. Virðum náungann og rétt hvers annars til að lifa og trúa. Sköpum börnum frið í heiminum.
Í dag er ekki lengur þessi pólitíska spenna sem voru forsendur fyrir stríði. Þær kulnuðu endanlega með fundinum í Höfða forðum. Internetið hefur gefið aukið flæði upplýsinga sem berast á sekúntubrotum milli heimshluta. Valdamenn geta ekki lengur logið okkur full, þótt þeir reyni það stöðugt. Eitt heimskulegt dæmi er frásögn Hillary Clinton við komuna til Kosovo fyrir margt löngu. Eða klaufalegar og mannvonskulegar tilraunir Kínverja til að segja aðrar fréttir af hörmungunum í Tíbet. Eins og Kínverjar eigi ekki nóg með það land sem þeir raunverulega ráða yfir. Gleymum því ekki að Kínverjar eru einn stærsti lánadrottinn bandaríkjamanna. Þeir eru líka að verða, ef ekki orðnir eigendur að mörgum, ef ekki flestum stærstu fyrirtækjum sem rekin eru í USA. Þessar hörmungar í Tíbet sem Kínverjar hafa kallað yfir þetta fallega friðsæla land eru óásættanlegar en geta auðveldlega teygt sig til bandaríkjanna með ófyrirséðum afleiðingum. Kínverjar telja sig vafalaust eiga hagsmuna að gæta í USA. Nákvæmlega eins og innrás bandaríkjamanna í Írak og Afganista eða hvernig þeir styrkja og styðja Ísralesmenn gegn Aröpum. Tilgangslaus stríð sem hafa enga hugmydafræði á bak við sig nema stöðugar hefndir og hatur. Afríkustríðin sem rekin eru af hergagnaframleiðendum, svona rétt til að prufa vopnin, eru það ósiðlegasta og ómenneskjulegasta sem finnst á jörðinni. Stríð koma allta fyrst og verst niður á börnum. Stöðvum þriðju heimsstyrjöldina hún er lygi frá upphafi. Drögum valdasjúka heimsvaldayfráðapólitíkusa, stríðsglæpamenn og hergagnaframleiðendur fyrir alþjóðadómstóla. Stöðvum dráp á öllum manneskjum. Það er rangt að drepa aðra manneskju sama undir hvaða yfirskyni það er. Stríð er heimska. Virðum náungann og rétt hvers annars til að lifa og trúa. Sköpum börnum frið í heiminum.
Hér á eftir er frásögn 15 ára drengs sem Sigríður Víðis Jónsdóttir tók við hann og byrtist í Tímariti Morgunblaðsins, 23.10.2005.
„Ég bjó með fjölskyldu minni og lífið var fínt. Mér fannst gaman að vinna í garðinum, spila fótbolta við vini mína, spila á spil og fleira. Síðan breyttist allt. Uppreisnarmennirnir komu og tóku mig með sér. Ég var þjálfaður sem hermaður og mér var kennt að bera vopn. Mér var líka kennt að stela mat og fleiru og ég barðist í tveimur blóðugum bardögum. Ég var heppinn að sleppa á lífi. Mörg börn dóu. Ég þakka Guði fyrir að hafa sloppið. Lífið í skóginum með uppreisnarhernum var erfitt. Við höfðum enga vörn gegn moskítóflugum, þurftum að ganga langar leiðir og fengum stundum ekki mat í marga daga. Við þurftum að drepa fólk sem reyndi að sleppa eða hlýddi ekki. Ég sjálfur fékk það hlutverk að drepa sex manns og ég drap þá alla. Sumir voru börn. Ég veit að þau áttu ekki skilið að deyja en ég varð að gera þetta því annars hefði ég sjálfur verið drepinn. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var neyddur til að bera beinin af þeim dánu á bakinu. Ég var látinn ganga um með þau. Ég gekk með mannabein um hálsinn. Þetta var einhver sérstök athöfn svo að ég gæti orðið jafnóttalaus og uppreisnarmennirnir. Núna vil ég bara fara aftur í skóla. Ég var búinn með þrjá bekki. Ég vona að ég verði góður maður í framtíðinni."
„Ég bjó með fjölskyldu minni og lífið var fínt. Mér fannst gaman að vinna í garðinum, spila fótbolta við vini mína, spila á spil og fleira. Síðan breyttist allt. Uppreisnarmennirnir komu og tóku mig með sér. Ég var þjálfaður sem hermaður og mér var kennt að bera vopn. Mér var líka kennt að stela mat og fleiru og ég barðist í tveimur blóðugum bardögum. Ég var heppinn að sleppa á lífi. Mörg börn dóu. Ég þakka Guði fyrir að hafa sloppið. Lífið í skóginum með uppreisnarhernum var erfitt. Við höfðum enga vörn gegn moskítóflugum, þurftum að ganga langar leiðir og fengum stundum ekki mat í marga daga. Við þurftum að drepa fólk sem reyndi að sleppa eða hlýddi ekki. Ég sjálfur fékk það hlutverk að drepa sex manns og ég drap þá alla. Sumir voru börn. Ég veit að þau áttu ekki skilið að deyja en ég varð að gera þetta því annars hefði ég sjálfur verið drepinn. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var neyddur til að bera beinin af þeim dánu á bakinu. Ég var látinn ganga um með þau. Ég gekk með mannabein um hálsinn. Þetta var einhver sérstök athöfn svo að ég gæti orðið jafnóttalaus og uppreisnarmennirnir. Núna vil ég bara fara aftur í skóla. Ég var búinn með þrjá bekki. Ég vona að ég verði góður maður í framtíðinni."
1 Ummæli:
Þann 2:46 e.h. , Nafnlaus sagði...
Hæhæ
Get endalaust skoðað nýju myndirnar aftur og aftur :) Bestustu englarnir mínir.
Hlakka til að sjá þig fljótlega pabbsen.
Sakna ykkar,
Ykkar solla :)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim