Stefán Sturla Sigurjónsson

27 mars 2008

Smá úr nýju sögunni

Errera fann að hún var búin að kveikja forvitnina hjá stelpunum og naut þess að hún vissi eitthvað sem hinar stelpurnar vissu ekki.
„Amma sagði að hún hafði farið einn daginn með ömmu tvíburanna að ganga um fjöllin. Þær ætluðu að stelast til að æfa sig á nornastöfunum en komist ekki almennilega á loft. Svo vildi amma fara heim en ekki hin. Allt í einu sá amma hvar stafurinn rauk með hana hátt upp í loftið og þaut útí buskann og hvarf,“ sagði Errera með dularfullum rómi.
„Kom hún aldrei til baka?“
„Jú, hún kom til baka, en þá var hún gjörbreytt og áður en skólinn var búinn eignaðist hún barn...“ stelpurnar störðu á Erreru sem tók sér góða pásu áður en hún hélt áfram, „það var stelpa... mamma tvíburanna“.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim