Stefán Sturla Sigurjónsson

28 apríl 2008

Ömurlegur afleikur

Vegna umræðunnar um þolinmæði lögreglunnar varðandi hin friðsamlegu mótmæli þungaflutningabílstjóra þá vil ég aðeins segja þetta. Það á aldrei að vera spurning um þolinmæði hjá lögreglunni. Einungis rétt eða rangt. Því voru hin friðsamlegu mótmæli jafn rétt eða röng strax frá fyrsta degi mótmælanna. Mér fannst aðgerðir lögreglunnar í upphafi til fyrirmyndar og hefðu aðgerðir hennar átt að halda áfram með þeim hætti alla daga sem mótmælin stæðu yfir. Þannig hefði lögregla unnið með mótmælendum unnið að almannaheill og komið í veg fyrir átök og upphlaup. Reyndar á þetta ekki bara við um þessi mótmæli heldur öll mótmæli alltaf allstaðar á landinu. Seinna missti síðan yfirstjórn lögreglunnar sýn á starf sitt og missti þolinmæðina, eins og því miður hefur allt of oft gerst í þeirri ágætu stofnun, og stofnaði lögreglan til upphlaupa og átaka með afar misheppnuðum afleiðingum. Því miður eiga nú margir um sárt að binda vegna þessarara misheppnu aðgerða yfirstjórnar lögreglunnar sem virðist bara hafi verið til að sýna og sanna að þörf sé á öryggslögreglu Björns Bjarnasonar honum til heiðurs. Því miður er þetta óafsakanlegur leikur og raunar ömurlegur afleikur lögreglunnar sem ekki ætti að sjást í þróuðum lýðræðisríkjum heldur bara þeim vanþróuðu. Þar liggur kannski hnífurinn á kafi í blessaðri kúnni.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim