Friðsamleg mótmæli
Í eðli sínu eru mótmæli alltaf ögrun eða ástand gegn valdi á einn eða annan hátt. Oft hefur verið talað um friðsamleg mótmæli. Verkföll eru t.d. friðsamleg mótmæli. Aðgerð sem launþegar hafa beitt til að knýja fram kröfur gegn vinnuveitendum sínum. Þær kröfur geta falist í hækkun launa, vinnuklæðnaði eins og sokkabuxum eða öðrum hlífðarfatnaði eða bættum starfsskilyrðum. Þessa baráttuaðferð launþega er búið að lama eða næstum taka af launafólki með því að gefa fjármálafyrirtækjum algerlega lausan taum í lánveitingum. Fáir launþegar hafa nú ráð á því að missa úr daga eða vikur í friðsamleg mótmæli vegna raðgreiðslna allt að sjö árum, þetta er viðurkennt stjórntæki í fræðunum, jafn sterkt og að beita atvinnuleysi til að ná tökum á aðgerðum launafólks. Einn frægasti friðarboðberi sögunnar og leiðtogi friðsamlegra mótmæla er líklega Mahatma Gandhi. Honum fylgdu mörg þúsund mótmælendur sem gerðu friðsamlegar kröfur á ríkisstjórn Indlands með því að setjast á fjölfarnar leiðir og lama þannig starfsemi landsins. Til að ná fram kröfu um bætta líðan og stöðu almennings. Mótmæli þungaflutningabílstjóra eru skiljanleg, finnst mér. Þau eru og hafa verið frá upphafi, friðsamleg en eins og öll mótmæli bitna á einhverjum, það er eðli verkfalla og mætmæla. Að hægja á umferð eða loka umferðaræðum eru árangursrík friðsamleg mótmæli, þeirra sem hafa fá önnur úræði til að koma kröfum sínum á framfæri. Þegar illaskipulagðir og enn ver þjálfaðar öryggislögreglu löggur missa sig í ofbeldi gegn friðsamlegum mótmælum og beita fyrir sig afar hæpnum og algerlega órökstuddum fullyrðinum um almannahættu, virðist bíómyndahasarinn farinn að ráða ákvörðunum. Hasar sem ekki var til í friðsamlegum aðgerðum þungaflutningabílstjóra. Að mínu viti eru mótmæli rétt aðferð til að koma skoðunum á framfæri og í raun gefur stjórnarskráin einstaklingum og félagasamtökum rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri með þessum hætti. Lögreglan verður að lúta í lægra og viðurkenna þennan rétt. Rétt allra til að mótmæla og koma skoðunum á framfæri. Annars er voðinn vís. Lögreglan á að koma í veg fyrir upphlaup en ekki að stofna til þeirra.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim