Stór áfangi að skemmtilegu verkefni
Það var gleðilegt að fá fréttir í dag frá Norræna menningarsjóðnum um að íslenska menningarhátíðin sem ég hef verið að vinna að hér í Vasa vorið 2009 hefur hlotið 200.000 danska krónur í styrk. Þetta eru um 3 milljónir íslenskar. Þannig að nú veit maður að þetta mun hafast. Hér í Vasa eru allar menningarstofnanir með í þessari hátíð svo slagkrafturinn er mikill og áhuginn eftir því.
Ég hef verið spurður afhverju Vasa?
Svarið er einfallt.
Vasa er mikil menningarborg, hún er háskólaborg, hér eru höfuðstöðvar nokkurra risafyrirtækja eins og ABB, Wärtsilä og plaströraframleiðandans KWH. Samgöngur frá Stokkhólmi inn í landið eru þarafleiðandi miklar eða um sex til átta flug á dag.
Í Austubotni, eins og héröðin hér eru gjarnan kölluð, er mikill hestaáhugi. Hér er mikill og vaxandi áhugi á íslenska hestinum og almennt á Íslandi.
Vasa hefur tengst Íslandi sterkum böndum. Hér er litið á fr. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta sem vin borgarinna. Hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að skíra götu eða torg í höfuðið á henni.
Þannig að allir eru velkomnir til Vasa næsta vor. Fyllum götur og torg af íslendingum.
Ég hef verið spurður afhverju Vasa?
Svarið er einfallt.
Vasa er mikil menningarborg, hún er háskólaborg, hér eru höfuðstöðvar nokkurra risafyrirtækja eins og ABB, Wärtsilä og plaströraframleiðandans KWH. Samgöngur frá Stokkhólmi inn í landið eru þarafleiðandi miklar eða um sex til átta flug á dag.
Í Austubotni, eins og héröðin hér eru gjarnan kölluð, er mikill hestaáhugi. Hér er mikill og vaxandi áhugi á íslenska hestinum og almennt á Íslandi.
Vasa hefur tengst Íslandi sterkum böndum. Hér er litið á fr. Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta sem vin borgarinna. Hefur þeirri hugmynd verið varpað fram að skíra götu eða torg í höfuðið á henni.
Þannig að allir eru velkomnir til Vasa næsta vor. Fyllum götur og torg af íslendingum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim