Eftirááætlun
Furða mig svo oft á því hve menntakerfið á Íslandi er vanþróað. Þar er aldrei gert ráð fyrir að brunnarnir séu hættulegir, ekki fyrr en einhver fellur ofaní og verður sár á eftir. Þá fyrst er farið á fullt og búin til einhver viðbragðsáætlun, eftirá. Afhverju þarf einhver að falla í brunninn til að kalla á aðgerðir, aðgerðir sem svo eru magnaðar upp í hita leiksins en gleymast þegar frá líður, því enginn nennir að hugsa um hætturnar sem leynast við brunninn. Trúa yfirvöld virkilega enþá að það sem gerist annarstaðar í heiminum geti ekki gerst á Íslandi... nema það sem valið er af sérfræðingum? Allur óþverrinn er líka til á Íslandi, bæði valinn og óvalinn af sérfræðingum. Nafli alheimsins er ekki á Íslandi. Hver manneskja er með nafla og allir naflar eru allstaðar eins, allstaðar í heiminum. Manneskjan þarf að éta, sofa og rí... fjölgasér. Síðan geta þessar þarfir breyst og orðið að óþarfa og jafnvel óþverra. Mennta- og heilbriðgiskerfin eiga að vera undir það búið að brenglaðir einstaklingar finnist innan starfstétta þeirra. Ekkert á að þurfa að koma á óvart ef fólk hugsar um allt sem hugsanlega getur gerst og gerir ráð fyrir því að það geti gerst.
2 Ummæli:
Þann 2:17 f.h. , Nafnlaus sagði...
Pabbi minn...
Mér finnst að þú ættir nú að fara að verða jákvæðari... hætta að tala um allt það sem er slæmt á Íslandi og segja frekar frá því hvað þið eruð að gera skemmtilegt í útlandinu ;)
Knús knús Sandra
Þann 6:09 e.h. , Nafnlaus sagði...
Sandra mín.
Þú misskilur greinina vitlaust, eða þannig. Ég er einmitt að tala um það að íslendingar meiga ekki halda að það finnist ekkert vont á Íslandi. Það sé bara í útlöndum. Þess vegna er t.d. ekki enþá búið að samræma reglur um einelti í skólum, slys á fjöllum, viðbrögð við petófílum, barnaverndarnefndi taka sínar sjálfstæðu ákvarðanir, stundum óskiljanlegar, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarið, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er ekki að vera neikvæður í garð Íslands eða íslendinga heldur bendi ég á að á Íslandi finnst sami sorinn og allsstaðar annarstaðar í heiminum. Þannig er það nú bara. Þess vegna þarf að sýna þá jákvæðni að hætta að halda að það sé neikvæðni að tala um að vera á undan ósómanum og sýna vönduð vinnubrögð. Gera eins og konurnar gerði í Dómsmálaráðuneytinu í daga og þrífa svolítið skítinn og hleypa nýju lofti inn.
Þinn pabbi.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim