Skrattet i barnboken
Ég kom heim í nótt frá Svíþjóð en þar er ég búinn að vera síðan á mánudaginn á rithöfunda seminarium. Var boðið þangað af íslenska Rithöfundasambandinu. Það voru rithöfundar og teiknarar frá öllun norðurlöndunum á indislegum stað, Biskops-Arnö, sem hefur svolitla íslenska sögu. Þar sat nefnilega kaþólski biskupinn fyrir Uppsalaléni allt þar til Gustav Vasa kóngur Svíþjóðar tók eyna (sem er í vatni um 60 kílómetra frá Stokkhólmi inn í landinu) í trúarhreingerningunum á fimmtánduöld. Staðurinn tengist Íslandi á þann hátt að þar sat biskup sem hét Jón (Bengtsson minnir mig) og var fæddur íslendingur. Hann var mjög hjálpsamur og þá sérstaklega konum og fékk góðan greiða fyrir. Hann er annar tveggja biskupa í sögu Svíþjóðar sem hefur verið sviftur hempunni. Á kvöldsamkomum hópsins sagði hin indislega Ingegerd Lusensky (Gittan), rektor skólans, sögu eyarinnar, bygginga og þess frábæra starfs sem þar er unnið. Það voru sagðar mjög skemmtilegar sögur af íslenskum biskupum sem nutu þeirrar sérréttinda fyrr á öldum að meiga giftast og eiga börn. Það þekktist hvergi nema á Íslandi að kaþóðlskir biskupar og prestar gengust við börnum sínum. Það var sungið og það var hlegið og strengd vinabönd milli landa.
Við hlustuðum á frábæra fyrirlestra um "Skrattet i barnboken". Unnum í vinnuhópum spjölluðum og diskuteruðum barnabækur, sögur fyrir börn og nálgun rithöfundarins að efninu, frásögninni og stíl. Frábær vika og indislegt að kynnast fólki allstaðar að og skoðunum þess.
Því miður hafði ég engan tíma til að stoppa extra í Svíþjóð og hitta vini og vandamenn. Það þarf að bíða betri tíma.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim