Lífið er yndislegt
Þau eru yndisleg þessi blessuð börn. Hvert einasta skipti sem eitthvað gerist í lífinu hafa þau eitthvað til málanna að leggja. Nýja sýn sem maður hefur kannski ekki séð, oftast hin einfalda leið og augljósa þegar búið er að nefna hana. Fyrir helgina byrjuðu Adam Thor og Anna Alina í Íþróttaskóla. Þetta átti að vera skóli fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Anna var lang yngst því næstur í aldri var Adam Thor. Það kom samt ekki að sök. Fimmtán krakkar og fjórir kennarar. Hún heillaði alla uppúr skónum og þegar Petra kom að sækja þau þremur tímum seinna, bar ein ellefu ára stelpan Önnu á hestbaki. Mikið fjör og hún reyndi við allra þrautir sem fyrir þau voru lagðar. Adam Thor sagði að hann væri mjög stoltur af systur sinni. Þau bæði alveg í skýjunum. En það er ekki alltaf svona einfalt lífið. Um daginn sendi hún okkur foreldrunum bréf. Þá hafði henni mislíkað eitthvað sem við gerðum eða gerðum ekki, sögðum eða hlýddum ekki hugmyndum hennar. Já þá sendi hún okkur þessa mynd sem er hér fyrir ofan, "brostið hjarta".
1 Ummæli:
Þann 10:40 e.h. , Nafnlaus sagði...
Jiii minn eini, litla prinsessan...
Ég hlakka til að sjá ykkur :)
Til hamingju með daginn :)
Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim