Á leiðinni
Góðan daginn góðir hálsar.
Nú styttist í að við leggjumst í fer frá Finnlandi yfir Atlandsálana til sögueyjunnar í norðurhöfum. Hér er sumarið komið með hita og nokkuð stabýlu góðu sumarveðri með hitastigið í kringum 22° að jafnaði. Á Íslandi er ég oft spurður hvort það sé ekki kalt að búa í Finnlandi. Greinilegt að margir íslendingar halda að það sé bara frost og funi allt árið um kring í Bjarmalandi, eins og víkingarnir kölluðu Finnland forðum. Nei hér ríkja árstíðirnar fjórar. Snarpur vetur sem getur orðið ansi kaldur, vor með sínum sterka ylmi af nýútsprungnum blómum og laufum trjánna, síðan er það sumarið heitt og indislegt þar sem maður syndir í sjónum og nýtur þess að láta sólina baða sig, loks haustið óborganlegt í litaskrúð þegar laufblöð trjánna gulna, falla og himininn roðnar af fegurð landsins. En það eru engin fjöll á mínum slóðum í Finnlandi, enginn vatnsföll, ekki heitir hverir eða jarðskjálftar tala nú ekki um eldgos. Orka náttúrunnar í þessum tveimur löndum er eins ólík og hugsast getur. Kannski er það þess vegna sem maður er smásaman að átta sig á því að þessar þjóðir eru svo ólíkar. Hvers vegna hefur alltaf verið talað um að finnar og íslendingar ná svo vel saman, séu svo líkir? Ég held að það sé vegna þess að báða þessar þjóðir eru ekki í miðju norrænna landa, við stöndum svolítið fyrir utan vegna fjarlægðar og tungumáls. Danir, svíar og norðmenn geta unnið saman hver á sinni tungu, enginn skilur finnsku nema finnar og það sama gildir um íslenskuna. Svo hitt að báðar þessar þjóðir háðu mikla baráttu fyrir sjálfstæði sínu á sama tíma. Hjá báðum þessum þjóðum er mikill kraftur og framkvæmdargleði, þó ólík sé. Ekkert miðju moll eins og einkennir gjarnan dani, svía og kannski norðmenn.
Já nú komum við til Íslands og hittum fjölskylduna, drögum í okkur íslenska orku förum um fjöll og fyrnindi til að klífa kletta, velta, detta og komast síðan á hæsta tindinn. Það verður gaman að koma til eldfjallaeyjunnar í norðurhöfum til að upplifa skjálftann og kraftinn, hitta álfa, tröll og annað fólk.
1 Ummæli:
Þann 9:21 e.h. , Nafnlaus sagði...
Hlakka alveg rosalega til að sjá ykkur elsku pabbi...
Ef þú ætlar að klífa hæsta tindinn þá er aldrei að vita nema maður skelli sér með... enginn maður með mönnum hér í Skaftafelli nema hann ahfi farið á Hnjúkinn :)
knús knús
Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim