Hugmyndin um Ofviðrið
Mig langar að segja frá vinnuaðferðum mínum og hugmyndum vegna uppsetningarinnar á Ofviðrinu eftir William Shakespeare við Borgarleikhúsið í Vasa sem var frumsýnt 2. febrúar 2008.
Eins og oft kom fram í pislum mínum á Rás2 þar sem ég fjallaði um leiksýningar í þætti Lísu Páls í þrjú ár áður en ég flutti til Finnlands, þá fellur mér ekki sú aðferð að setja upp annað verk eða troða annari sögu uppá svið þegar tekist er á við verk WS. Nýjungar af því tagi hefur mér fundist lýsa hræðslu og vantrú leikstjórans á verkefninu.
Eins og verk WS eru uppbyggð þá eru þau fyrst og fremst textaverk. Undurfallegur ljóðrænn texti í öllum verkum hans, flétta, húmor og drami hefur haldið verkum hans á lofti í meira en 400 ár.
Það var því þrennt sem ég lagði áherslu á;
1. – flæði og góð texta vinna.
2. – stílfærð og myndræn notkun á ríminu öllu.
3. – allt að fjórar sögur í gangi í einu á mismunandi stöðum sem fléttuðu saman söguþráðinn að lokum í eina heild.
Ég stytti verkið all nokkuð. Með það fyrir augum að í nútímaleikhúsi þarf ekki sömu endurtekningar á söguþræðinum á fyrir 400 árum þegar verk WS voru flutt á opnum litlum sviðum á markaðstorgum eða við þær aðstæður að menn komu og fóru (á barinn) eftir þörfum þar sem verkin voru sýnd. Því tók ég út þær endurtekningar og upprifjanir sem einkenna mörg af verkum WS og skerpti þannig á frásögninni.
Í uppfærslunni lagði ég áherslu á föðurhlutverkið með þá skírskotun WS í ævistarf sitt sem svo áberandi er í þessu síðasta verki höfundar. Faðirinn (WS sjálfur) á lítilli eyju ( England) með afkomanda sinn Miröndu (leikritin sín) og óskar þeim framtíðar út fyrir landssteinanna (Ítalía Mekka menningar á þeim tíma). Sem sagt faðirinn sem getur ekki hugsað sér að börnin sín verði föst á eyjunni og gefist bara ómenningarlegum slordónum, að hans mati (Caliban sem að mínu viti er alls ekki bæklaður vanviti, heldur tákn WS á bresku fiskiþjóðinni sem sótti sjóinn til Íslands).
Ég notaði norræna goðafræði sem útgangspunkt fyrir frásögnina ( WS er með margar skírsotanir til grískrargoðafræði í verkinu (eins og mörgum öðrum verkum, en ég færði það nær okkur á norðurslóðir) T.d. var ég með tvær Ariel sem tákn hrafna Óðinns, Huginn og Muninn. Enda er Ariel augu og eyru Prosperós. Iris, Ceses og Juno heimfæri ég á skapanornirnar, Urði, Verðandi og Skuld sem allt í senn eru örlaganornir verksins og verka Prosperos (og Sheakspears sjálfs) þær koma því alltaf annað slagið og vefa vefinn, örlaga vefinn.
Ofviðrið er skilgreint sem ævnintýra gamanleikur. Það er hins vegar þröng og kannski röng skilgreining. Verkið er ákaflega flókið, sérstaklega fyrir þá staðreynd að það er afskaplega veik dramatísk framvinda eða átök í verkinu. Það litla sem er finnst milli Prosperós og Caliban. Ég skerpti á þessu með því að láta Míröndu og Caliban vera elskendur (Enska þjóðin og leikrit WS) en Prospero ætlar Miröndu miklu stærra hlutskipti en eyjaskeggjann.
Ég hef leikritið þar sem Prosperó ákallar vætti himins, vatns og jarðarinnar til liðs við sig. Síðan kom stormurinn í stíliseraðri útfærslu, nánast án texta. Enda tel ég nútíma manneskju sem oft hefur séð í kvikmyndum og jafnvel upplifað storma og stórsjóa, ekki þörf á marg endurteknum texta um hversu svakalegt óveður sé um að ræða. Leikhús nútímans ræður yfir öllum þeim töfrum til að magna þá tilfinningu í brjóstum áhorfandans. Að örðuleiti breytti ég ekki fléttunni í verkinu. Dró fram kómíkina þar sem það átti við, drami og erótík fengu einnig að njóta sín í ríkum mæli.
Frábær lýsing eins fremsta ljósahönnuðar finna Ilkka Paloniemi og hans innsæi í norræna goðafræði lyfti sýningunni á hærra plan (eins og Laxnes sagði forðum) og ekki skemmdi magiska hljóðmyndin sem Himar Örn Hilmarsson skapið um verkið. Búningana vann ég með leikmyndahöfundinum Liisa Ikonen. Þar vildi ég persónugera búningana (stílfæra þá) og lagði áherslu á að þeir væru tímalausir. Það fannst mér hafa tekist ljómandi vel. Hins vegar verð ég að játa það að leikmyndin var langt frá því að virka eins og ég óskaði og hefði kannski átt að vera miklu ákveðnari þar. Fékk gjarnan þau svör að vegna tímaskorts og aðstæðna í leikhúsinu væri ekki hægt að framkvæma hugmyndir mínar. Veit betur núna.
Ég var mjög ánægður með leikarahópinn 16 manns. Lasse Hjelt sem lék Prosperó er sterkur og kraftmikill leikari. Undanfarin ár hefur hann ekki verið í aðalhlutverkum. Nú hefur orðið breiting á, því í vetur er hann í þremur aðalhlutverkum (í jafn mörgum leikritum).
Eins og oft kom fram í pislum mínum á Rás2 þar sem ég fjallaði um leiksýningar í þætti Lísu Páls í þrjú ár áður en ég flutti til Finnlands, þá fellur mér ekki sú aðferð að setja upp annað verk eða troða annari sögu uppá svið þegar tekist er á við verk WS. Nýjungar af því tagi hefur mér fundist lýsa hræðslu og vantrú leikstjórans á verkefninu.
Eins og verk WS eru uppbyggð þá eru þau fyrst og fremst textaverk. Undurfallegur ljóðrænn texti í öllum verkum hans, flétta, húmor og drami hefur haldið verkum hans á lofti í meira en 400 ár.
Það var því þrennt sem ég lagði áherslu á;
1. – flæði og góð texta vinna.
2. – stílfærð og myndræn notkun á ríminu öllu.
3. – allt að fjórar sögur í gangi í einu á mismunandi stöðum sem fléttuðu saman söguþráðinn að lokum í eina heild.
Ég stytti verkið all nokkuð. Með það fyrir augum að í nútímaleikhúsi þarf ekki sömu endurtekningar á söguþræðinum á fyrir 400 árum þegar verk WS voru flutt á opnum litlum sviðum á markaðstorgum eða við þær aðstæður að menn komu og fóru (á barinn) eftir þörfum þar sem verkin voru sýnd. Því tók ég út þær endurtekningar og upprifjanir sem einkenna mörg af verkum WS og skerpti þannig á frásögninni.
Í uppfærslunni lagði ég áherslu á föðurhlutverkið með þá skírskotun WS í ævistarf sitt sem svo áberandi er í þessu síðasta verki höfundar. Faðirinn (WS sjálfur) á lítilli eyju ( England) með afkomanda sinn Miröndu (leikritin sín) og óskar þeim framtíðar út fyrir landssteinanna (Ítalía Mekka menningar á þeim tíma). Sem sagt faðirinn sem getur ekki hugsað sér að börnin sín verði föst á eyjunni og gefist bara ómenningarlegum slordónum, að hans mati (Caliban sem að mínu viti er alls ekki bæklaður vanviti, heldur tákn WS á bresku fiskiþjóðinni sem sótti sjóinn til Íslands).
Ég notaði norræna goðafræði sem útgangspunkt fyrir frásögnina ( WS er með margar skírsotanir til grískrargoðafræði í verkinu (eins og mörgum öðrum verkum, en ég færði það nær okkur á norðurslóðir) T.d. var ég með tvær Ariel sem tákn hrafna Óðinns, Huginn og Muninn. Enda er Ariel augu og eyru Prosperós. Iris, Ceses og Juno heimfæri ég á skapanornirnar, Urði, Verðandi og Skuld sem allt í senn eru örlaganornir verksins og verka Prosperos (og Sheakspears sjálfs) þær koma því alltaf annað slagið og vefa vefinn, örlaga vefinn.
Ofviðrið er skilgreint sem ævnintýra gamanleikur. Það er hins vegar þröng og kannski röng skilgreining. Verkið er ákaflega flókið, sérstaklega fyrir þá staðreynd að það er afskaplega veik dramatísk framvinda eða átök í verkinu. Það litla sem er finnst milli Prosperós og Caliban. Ég skerpti á þessu með því að láta Míröndu og Caliban vera elskendur (Enska þjóðin og leikrit WS) en Prospero ætlar Miröndu miklu stærra hlutskipti en eyjaskeggjann.
Ég hef leikritið þar sem Prosperó ákallar vætti himins, vatns og jarðarinnar til liðs við sig. Síðan kom stormurinn í stíliseraðri útfærslu, nánast án texta. Enda tel ég nútíma manneskju sem oft hefur séð í kvikmyndum og jafnvel upplifað storma og stórsjóa, ekki þörf á marg endurteknum texta um hversu svakalegt óveður sé um að ræða. Leikhús nútímans ræður yfir öllum þeim töfrum til að magna þá tilfinningu í brjóstum áhorfandans. Að örðuleiti breytti ég ekki fléttunni í verkinu. Dró fram kómíkina þar sem það átti við, drami og erótík fengu einnig að njóta sín í ríkum mæli.
Frábær lýsing eins fremsta ljósahönnuðar finna Ilkka Paloniemi og hans innsæi í norræna goðafræði lyfti sýningunni á hærra plan (eins og Laxnes sagði forðum) og ekki skemmdi magiska hljóðmyndin sem Himar Örn Hilmarsson skapið um verkið. Búningana vann ég með leikmyndahöfundinum Liisa Ikonen. Þar vildi ég persónugera búningana (stílfæra þá) og lagði áherslu á að þeir væru tímalausir. Það fannst mér hafa tekist ljómandi vel. Hins vegar verð ég að játa það að leikmyndin var langt frá því að virka eins og ég óskaði og hefði kannski átt að vera miklu ákveðnari þar. Fékk gjarnan þau svör að vegna tímaskorts og aðstæðna í leikhúsinu væri ekki hægt að framkvæma hugmyndir mínar. Veit betur núna.
Ég var mjög ánægður með leikarahópinn 16 manns. Lasse Hjelt sem lék Prosperó er sterkur og kraftmikill leikari. Undanfarin ár hefur hann ekki verið í aðalhlutverkum. Nú hefur orðið breiting á, því í vetur er hann í þremur aðalhlutverkum (í jafn mörgum leikritum).
Myndir úr sýningunni: http://stefansturla.smugmug.com/gallery/4280644_wFz9z#250822810_8QjGw
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim