Stefán Sturla Sigurjónsson

26 júlí 2008

Sumar í Finnlandi

Hér er sumar og sól 25 til 30 stiga hiti. Frekar heitt í sólinni. Afi litli (pabbi) er hjá okkur og verður út ágúst. Þá komum við saman feðgarnir með bíl frá Vasa. Förum með ferju yfir til Umeå og keyrum þaðan til Þrándheims í Noregi. Þetta tökum við í einum spreng en keyrum síðan á fjórum dögum til Bergen eftir fjörðunum og förum um borð í Norrænu þann 26. ágúst. Komum til Íslands þann 28. ágúst og keyrum beinustu leið til Söndrunnar sem vinnur nú við Háskólasetrið á Höfn.
Það er gaman að hafa kallinn hjá okkur og ég veit að hann nýtur þess líka. Skemmtilegt verður fyrir okkur kallana að ferðast þetta saman. Ef þið hafið einhverjar ábendingar um leiðina frá Þrándheimi til Bergan væri gaman að fá netpóst, stefan.sturla@netikka.fi

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim