Heimsljósið á afmæli
Það er 30. ágúst og heimsljósið mitt er 25 ára í dag. Auðvita man ég eftir því þagar hún kom í heiminn. Það var ekki búið að vera þrautlaust fyrir þær mæðgur að undirbúa það. Allt of hár blóðþrýstingur mömmunar varð til þess að litla skvísan varð tekin með keisara á 30. viku meðgöngunnar rétt um sex merkur að þyngd. Hún varð strax ákveðin á sinn hátt. Aldrei læti bara farin sú leið sem hún ætlaði sér. Auðvita var hún stolt foreldranna litla heimsljósið og þeir voru lengi að líða mánuðirnir sem hún þurfti að vera á vökudeild Landspítalans til að þyngjast nóg svo hún fengi að koma heim. En auðvita kom að því. Skvísan kom oft á fyrstu árum sínum með mér í leikfimi í skólanum það þótti henni gaman og var miklu duglegri en ég í tímum. Í júlí, ári eftir að heimsljósið kom í heiminn, voru foreldrarnir ásamt henni náttúrulega, á ferð í um landið og komu við í Miðsitju hjá ömmu og afa. Þá var ákveðið að skíra ljósið í Víðimýrakirkju og fenginn til þess séra Gísla Gunnarsyni í Glaumbæ. Ég hélt henni undir skírn og sagan segir að ég hafi næstum misst hana Söndru Björg ofan í skírnarpontuna sem þá var verið að nota í fyrsta sinn. Ég var líka að gera þetta í fyrsta sinn og barnið að verða eins árs og vildi bara sulla í vatninu. Ætli ég hafi ekki bara verið að spá í að leifa henni að taka sundsprett í nýja skírnarfontinum í torfkirkjunni í Víðimýri og leifa henni síðan að labbað út kirkjugólfið, því hún var næstum byrjuð að ganga. Sextán árum seinna skírði séra Gísli frumburð Önnu frænku hana Sesselju sem á líka afmæli í dag. Já við móðursystir mín höfum oft fylgst einkennilega að á lífsleiðinni. Þótt ég sé náttúrulega alltaf á undan.
Elsku Sandra mín hjartanlega til hamingju með daginn.
1 Ummæli:
Þann 4:41 e.h. , Nafnlaus sagði...
Takk takk elsku besti pabbi minn :)
Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim