Stefán Sturla Sigurjónsson

24 ágúst 2008

Ferð með pápa mínum

Við feðgar, ég og pápi minn lögðum í hann frá Vasa til Íslands um Berg, þann 22. ágúst. Fórum fyrsta daginn til Åre í Svíþjóð. Þar sem heimsmeistaramótið á skíðum var haldið í fyrra. Glæsilegur staður og ótrúlegt skíðasvæði. Daginn eftir stoppuðum við á bæ við norsku landamærin þar sem var íslensk hestaleiga. Alltaf gaman að því. Síðan keyrðum við inn í Noreg og fórum um Atlanterhavsveien perlu sem vinkona Petru, Gry, benti okkur á að fara. Sé ekki eftir þeim krók. Sváfum svo í Molde um nóttina. Falleg borg. Þar sáum við landsleikinn á hótelinu. Lögðum svo af stað um eitt leitið frá Molde til Loen. Við feðgar fórum sérstaka náttúruleið sem er um fjöllin, ótrúlegar náttúruperlur Noregs. Tröllastíginn sem er vegur upp 800 metra háan klettavegg. Niður og upp Gerangersfjörð sem er gjörsamlega ólýsanleg leið. Ég er búinn að taka svo mikið inn af ævintýralegri náttúru í dag að satt best að segja er ég orðin nokkuð lúinn og ætla að sofna snemma. Á morgun förum við pápi minn sennilega alla leið til Bergen og sofum þar eina nótt. Svo um borð í Norrænu þann 26. ágúst. Siglum með henni leið norrænna glæpamanna sem kallaðir voru fyrir 1000 árum víkingar en á okkar tímum terrorista. Nemu land á Syðisfyrði þann 28. ágúst. eins gott að víkingarnir fóru ekki svona hratt yfir. Nóg voru lætin í þeim samt.

1 Ummæli:

  • Þann 1:44 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Gleður mig mikið að þið feðgarnir ferðist um fjöll, firnindi og víða í einhug! Þú hefur hug minn vinur og færðu faðir yðar einnig velhug frá mér! Svo mikið að sjá um og gera er heima var að ekki tókst okkur að hittast þó svo nálægt ávallt í huga, þú og ég..vinur! Tími kemur og við hittumst, víst! Hugsa ávallt til yðar og yðar fjölsk! Þinn Ferjumaður....

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim