Í fótspor forfeðranna
Laugardaginn þann 6. október 2008 (í gær) fórum við Solla til Reykhóla þar sem við hittum þá bræður afa litla og Steina bróðir. Frá Sauðárkróki vorum við rúma þrjá tíma að keyra yfir Laxárdalsheið til Reykhóla þar sem Steini bróðir, skipasmiður, býr. Við vorum ekki að fara að skoða litla fína húsið hans Steina bróður, ekki hjólhýsið, tjaldvagnana, tjöldin, bílana eða gröfuna hans. Við vorum á leið út í Hvallátur. Þar sem afi litli er alinn upp til rúmlega sjö ára aldurs en Steini bróðir var þar lengur eða þar til hann varð sextán ára. Þannig var að þeir misstu föður sinn Valdimar Ólafsson skipasmið, úr lungnabólgu þegar hann var aðeins 33 ára gamall. Pabbi hans Ólafur Bergsveinsson, líka skipasmiður, sagði eitt sinn er sonur hans Gísli drukknaði „Það eru sjórinn og lungnabólgan sem drepa okkur frændur."
Við fórum frá höfninni á Reykhólum um ellefu leitið. Sigldum á bátnum hans Steina bróður, Hafdísi. Sem hann smíðaði aðvitað sjálfur. Hann Steini bróðir, eins og sönnum bátasmiði sæmir er búinn að lengja og breikka og byggja á hana yfirbyggingu. Hafdís gengur um tíu mílur og fór vel með okkur í yndislegu veðri. Steini bróðir þekkir straumrastirnar og kann að keyra í ölduna. Tæpan einn og hálfan tíma tók okkur að komast út í Hvallátur. Ákaflega falleg eyja og mikið ævintýraland. Grjóthleðslur um matjurtargarða og nátthaga kindanna, sögur og Látralöndin allt þetta fengum við Solla beint í æð. Húsið sem þeir bræður ólust upp í, íbúðarhús afa míns og ömmu stendur ekki lengur. En sig í jarðveginum eftir kjallarann markar staðsetninguna. Allir bátar sem smíðaðir voru í eyjunum báru nöfn, rétt eins og nú. En þegar eyjafólk talar um þessi fley, sem byggð voru á fyrri hluta síðustu aldar, er mikil þekking og sérstök virðing í röddinni. Eitthvað óútskýrt. Bátarnir voru jú samgöngutæki og lífæð eyjamanna.
Þeir bræður gengu sem sagt með okkur um alla eyjuna, sögðu sögur af lífinu í eyjum og lýstu staðháttum. Síðan var sest niður á bænhólinn sem rís fyrir ofan lendinguna, og etinn harðfiskur með sméri, samlokur með allskonar áleggi, gos að drekka og súkkulaði í eftirrétt. Allt að hætti koksins ömmu Dóru sem sendir liðið sitt ekki í langferð án þess að vera klyfjað mat.
Frá Hvallátrum héldum við til Skáleyja og tókum land (eða kannski á maður að segja eyju) á vini Steina bróður og nánum frænda okkar Jóa í Skáleyjum. Jóhannes Geir Gíslason heitir hann fullu nafni og er löngu orðinn þjóðsagnarpersóna. Hann er systursonur Valdimars, pabba þeirra bræðra afa litla og Steina bróður og þar af leiðandi afa míns og langafa Sollu og allra barnanna minna. Þegar við komum í land í Skáleyjum var Jói fyrir ofan vörina hjá Svani, gömlum stórum trébáti sem notaður var til flutninga. Svanur var smíðaður fyrir hart nærri einni öld. Þarna var Jói og tjargaði og málaði. Okkur var boðið í kaffi og "sögur". Auðvitað fyrirgáfum við húsmóðurinni allar hnallþórurnar og annað góðgæti sem borðið svignaði undan. Við skoðuðum myndir og fengum fleiri sögur (afhverju var ég ekki með upptökuvél. Það klikkar ekki næst...). Síðan leysti Jói í Skáleyjum mig út með tveimur bindum, árituðum, af Skálholti Guðmunds Kamban gefið út 1930 af Ísafoldarprentsmiðju. Hann hafði verið að taka til á loftinu í Gamlahúsinu. Skjöl, bækur, munir og minningar kynslóða, fylltu báðar hæðirnar í gamla húsinu. Rosalega eru þessi loft alltaf rúmgóð. Eftir göngutúr um Skáley kvöddum við höfðingjann sem fyllir sjötugasta tuginn þann 9. september 2008. Fæddur í eyjum og hefur búið þar í 70 ár.
Eftir siglingu á bullandi lensi í gegnum straumrastir sem veltu bátnum til og frá komum við í land um átta. Solla með smá sjóriðu en enginn varð sjóveikur. Þá áttum við eftir þriggjatíma leiðsögn um það sem allt snýst um í lífi Steina bróður, stofnun Bátasafns Breiðafjarðar. Hann ásamt fleirum er búinn að finna og koma til Reykhóla fjölda báta sem byggðir voru af forfeðrum okkar og öðrum við Breiðafjörð á fyrri hluta síðustu aldar. Skrá sögu bátanna og... já guð veit hvað. Því líkt starf, þvílík elja, þvílíkt eyjalíf.
Við fórum frá höfninni á Reykhólum um ellefu leitið. Sigldum á bátnum hans Steina bróður, Hafdísi. Sem hann smíðaði aðvitað sjálfur. Hann Steini bróðir, eins og sönnum bátasmiði sæmir er búinn að lengja og breikka og byggja á hana yfirbyggingu. Hafdís gengur um tíu mílur og fór vel með okkur í yndislegu veðri. Steini bróðir þekkir straumrastirnar og kann að keyra í ölduna. Tæpan einn og hálfan tíma tók okkur að komast út í Hvallátur. Ákaflega falleg eyja og mikið ævintýraland. Grjóthleðslur um matjurtargarða og nátthaga kindanna, sögur og Látralöndin allt þetta fengum við Solla beint í æð. Húsið sem þeir bræður ólust upp í, íbúðarhús afa míns og ömmu stendur ekki lengur. En sig í jarðveginum eftir kjallarann markar staðsetninguna. Allir bátar sem smíðaðir voru í eyjunum báru nöfn, rétt eins og nú. En þegar eyjafólk talar um þessi fley, sem byggð voru á fyrri hluta síðustu aldar, er mikil þekking og sérstök virðing í röddinni. Eitthvað óútskýrt. Bátarnir voru jú samgöngutæki og lífæð eyjamanna.
Þeir bræður gengu sem sagt með okkur um alla eyjuna, sögðu sögur af lífinu í eyjum og lýstu staðháttum. Síðan var sest niður á bænhólinn sem rís fyrir ofan lendinguna, og etinn harðfiskur með sméri, samlokur með allskonar áleggi, gos að drekka og súkkulaði í eftirrétt. Allt að hætti koksins ömmu Dóru sem sendir liðið sitt ekki í langferð án þess að vera klyfjað mat.
Frá Hvallátrum héldum við til Skáleyja og tókum land (eða kannski á maður að segja eyju) á vini Steina bróður og nánum frænda okkar Jóa í Skáleyjum. Jóhannes Geir Gíslason heitir hann fullu nafni og er löngu orðinn þjóðsagnarpersóna. Hann er systursonur Valdimars, pabba þeirra bræðra afa litla og Steina bróður og þar af leiðandi afa míns og langafa Sollu og allra barnanna minna. Þegar við komum í land í Skáleyjum var Jói fyrir ofan vörina hjá Svani, gömlum stórum trébáti sem notaður var til flutninga. Svanur var smíðaður fyrir hart nærri einni öld. Þarna var Jói og tjargaði og málaði. Okkur var boðið í kaffi og "sögur". Auðvitað fyrirgáfum við húsmóðurinni allar hnallþórurnar og annað góðgæti sem borðið svignaði undan. Við skoðuðum myndir og fengum fleiri sögur (afhverju var ég ekki með upptökuvél. Það klikkar ekki næst...). Síðan leysti Jói í Skáleyjum mig út með tveimur bindum, árituðum, af Skálholti Guðmunds Kamban gefið út 1930 af Ísafoldarprentsmiðju. Hann hafði verið að taka til á loftinu í Gamlahúsinu. Skjöl, bækur, munir og minningar kynslóða, fylltu báðar hæðirnar í gamla húsinu. Rosalega eru þessi loft alltaf rúmgóð. Eftir göngutúr um Skáley kvöddum við höfðingjann sem fyllir sjötugasta tuginn þann 9. september 2008. Fæddur í eyjum og hefur búið þar í 70 ár.
Eftir siglingu á bullandi lensi í gegnum straumrastir sem veltu bátnum til og frá komum við í land um átta. Solla með smá sjóriðu en enginn varð sjóveikur. Þá áttum við eftir þriggjatíma leiðsögn um það sem allt snýst um í lífi Steina bróður, stofnun Bátasafns Breiðafjarðar. Hann ásamt fleirum er búinn að finna og koma til Reykhóla fjölda báta sem byggðir voru af forfeðrum okkar og öðrum við Breiðafjörð á fyrri hluta síðustu aldar. Skrá sögu bátanna og... já guð veit hvað. Því líkt starf, þvílík elja, þvílíkt eyjalíf.
3 Ummæli:
Þann 1:36 f.h. , Nafnlaus sagði...
Takk pabbsen fyrir ævintýralegan dag :) Verðum í bandi...og hlakka til að sjá allar myndirnar :)
Þín Solla
Þann 1:11 e.h. , Nafnlaus sagði...
Eins gott að ég kom ekki með... hrædd um að þá hefði ég fengið eitthvað meira en bara sjóriðu... ;)
Sandra
Þann 1:04 f.h. , Nafnlaus sagði...
Sandra mín.
Það er verið að undirbúa aðra svona ferð næsta haust. Þ.e.a.s. ef ég kem til landsins þá. Þá kemur þú með. Geri rá fyrir að vera í Reykjavík um aðra helgi. Vona að við getum hist öll þá.
Pabbsen
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim