Stefán Sturla Sigurjónsson

27 janúar 2011

Og hananú

Þá er ég kominn til Noregs. Úr -20° í -19° svo þetta er bara í góðu lagi. Reindar var BARA -14° í dag fyrsta vinnudaginn, sem var inni dagur. Lýst alveg ljómandi á þetta allt saman. Flott hross og vel ættuð. En hér eru ræktuð Miðsitjuhross. Flottir folar og velgerðar merar. Aðstaðan bara í góðu lagi. NEMA að hér var á undan mér íslendingur sem virðist halda að best sé að vinna við hesta blindfullur. Og umgengnin í hesthúsinu, hnakkageymslunni og herbergið hans er alveg ótrúlega subbó. Það var ekki hægt að stíga á gólfið í hnakkageymslunni. Hann bara fleygði beyslum, múlum, ábreyðum, fóðurbæti, skeifum... já bara öllu á gólfið. Skil ekki fólk sem getur unnið svona. Bara skil það ekki. Það fer nefnilega jafn mikill tími í að halda hlutunum í reglu eins og óreglu. Tala nú ekki um hvað það fer mikið betur með, að hengja upp eftir sig og ganga frá. En Nú er komin röð og regla á hnakkageymsluna, hesthúsið sópað og sjænað og þannig verður það þennan mánuð sem ég verð hér. Og hananú... sagði... eða þannig.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim