Skemmtilegur persónuleiki.
Alveg er hann dæmalaus hann Völundur. Hörku skemmtilegur klár. Svívandi brokk og skemmtilega þjálfað hægt stökk. Töltið mjúkt en vantar jafnvægi og meiri ferð. Það kemur með þjálfuninni. En hann er ótrúlegur sóði í stíunni. Eftir að hann mígur þá leggst hann oftast í hlandið og veltir sér uppúr því, eins og maður sér stundum hunda gera. Hann liggur alltaf marflatur eins og skotinn... þannig að það er verk að halda honum hreinum... eins gott að hann er svartur. Svo á reið þá gnístir hann saman jöxlunum. Ég er að reyna að venja hann af því með að trufla hann þegar hann byrjar á þessu. T.d. með því að svegja hann eða stopp. Er ekki frá því að þetta hafi minkað. Gæti vel trúað því að svona kækur geti skapað spennu í hálsinum og jafnvel hausverk. Sem aftur leiðir til viðkvæmni eða smá stress. Er að pæla í að prufa mjög þykk mél, sjá hvort þau hafi áhrif á þennan leiðinda vana hjá klárnum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim