Madama Jólasveinn
Í dag er frumsýning á Madama Butterfly í Malmö óperunni. Svo sem ekki nein stórfrétt, því það er alltaf verið að sýna þessa frábæru óperu sem er eftir Puccini, nema hvað að Ilkka Palionemi vinur minn, og sá sem lýsti bæði Ofviðrið og Græna landið sem ég setti upp, lýsir þessa sýningu. Hann er einn allra fremsti ljósahönnuður finna og hefur sérhæft sig í óperum. Ilkka er deildarstjóri ljósahönnunardeildar Finnska listaháskólans í Helsinki. Ég óska vini mínum til hamingju með daginn.
Á morgun er fyrsti sunnudagurinn í aðventu, sem þíðir að "lilla jul" litlu jólin eru í dag. Já þannig er það hér í Finnlandi. Þá kemur jólasveinninn með smá gjafir til krakkanna. Hann rífur upp hurðina og kastar inn poka með gjöfunum og hrópar "fins nokkra snella barn här" er nokkur þæg börn hérna? Svo ríkur hann út með látum og hverfur í myrkrið. Auðvitað reina krakkarnir að ná honum. Það er því búið að vera bið í kvöld eftir kallinum. Hann kom... en ég missti af honum. Var í hesthúsinu einmitt þegar hann kom... sjitt!!! Hefði örugglega hlaupið kallinn uppi til að tékka hvort þetta sé hurðaskellir að villast í Finnlandi.
Á morgun er fyrsti sunnudagurinn í aðventu, sem þíðir að "lilla jul" litlu jólin eru í dag. Já þannig er það hér í Finnlandi. Þá kemur jólasveinninn með smá gjafir til krakkanna. Hann rífur upp hurðina og kastar inn poka með gjöfunum og hrópar "fins nokkra snella barn här" er nokkur þæg börn hérna? Svo ríkur hann út með látum og hverfur í myrkrið. Auðvitað reina krakkarnir að ná honum. Það er því búið að vera bið í kvöld eftir kallinum. Hann kom... en ég missti af honum. Var í hesthúsinu einmitt þegar hann kom... sjitt!!! Hefði örugglega hlaupið kallinn uppi til að tékka hvort þetta sé hurðaskellir að villast í Finnlandi.
1 Ummæli:
Þann 10:06 e.h. , Nafnlaus sagði...
hahaha æj en yndislegt pabbsen :D Hlökkum til að sjá eh nýjar myndir við tækifæri :)
Hér var 1.í aðventu eytt í lærdóm og upptektir úr kössum, já loksins kom dótið hehe :D
Er núna að farað baka Lakkrístoppa og hlusta á smá jólajóla til að komast í smá jólagír.
Kossar og knúsar til allra :D
Solla
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim