Flott Sofi
Úbbbs.... skráði mig á fésbókina í gær. Ekki svo að ég ætli að fara að viðra skoðanir eða skrá klósettferðir mínar þar. Hugmyndin er að nota fésið til að vera með upplýsingar um mig og myndir fyrir þá sem áhuga kynnu að hafa. T.d. leikhússtjóra sem hafa sumir spurt hvar sé hægt að nálgast myndefni frá sýningunum mínum. Sumir reyndar mjög hissa á að ég sé ekki á fésinu. Ég mun sem sagt ekki liggja í tölvunni og svar heimskulegum spurningum frá lákúrulegum spyrjendum. Við hér í Finnlandi erum þroskaðri en svo. Sjáið bara frábæra kröfu Sofi Oksanen um að þeir menningarblaðamenn sem taka við hana viðtala kunni, viti og geti... Þetta gerði reindar Halldór heitinn Laxnes líka. Vísaði gjarnan fáfróðum blaðamönnum til dyra.
3 Ummæli:
Þann 2:44 e.h. , Guðný L Björnsdóttir sagði...
Hæ elsku kallin minn gaman að sjá þig og lesa um þig og þína ég vissi ekki um þessa bloggsíðu hjá þér :)) en annar allt gott að frétt af okkur hér á klakanum allir hressir og kátir og gama að fá að fylgjast með þér á feisinu hehe..bið að heilsa Petru,börnum og dýrum.. kv Guðný og co.
Þann 5:44 e.h. , Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...
Takk kæra mín.
Já þetta er hin eiginlega síða þar sem ég skrifa um hversdaginn hérna hjá okkur. Svo þið getið fylgst svolítið með okkur...Kveðja til allra.
Þann 5:44 e.h. , Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...
Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim