Ferðalangarnir komnir
Jæja þá eru Byr, Völundur og Sveipur komnir til Sundom. Allir hressir og við hestaheilsu. Auðvitað voru þeir þreyttir og þyrstir eftir 18 tíma ferðalag frá Norrköping. Voru nóttina um borð í ferjunni og síðan nærri 4 tíma keyrsla frá Nordendal til Sundom. Það góða við þetta ferðalag er að það er bara keyrt á sléttlendi. En afgreiðslan í Norrköping tók 8 tíma. Driverinn minn var boðaður klukkan 17 en fékk hestana ekki afhenta fyrr en klukkan 23. Lendingin var klukkan 14:30 þannig að afgreiðsla á 80 hrossum tekur aldeilis tíma.
Kellurnar mínar hér í Sundom... Íslandshestakonurnar... komu um leið og hestarnir voru komnir. Í kjölfarið kom svo Patricia sem er búin að kaupa Byr og Sveip. Allar spentar og jesússuðu sig hvað þeir væru "gullig"...
Fljótlega koma svo tveir áhugasamir kaupendur að skoða Völund. Þetta er eins og með bílana... þeir seljast frekar ef þeir eru á staðnum þegar kaupandinn kemur að skoða...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim