Alvöru eða steypa og stál
Það var æðislegt að þramma um mýrarfláka, þúfur og skóglendi á mánudaginn. Réttnefni "göngur". Gengum eyjuna þvera og endilanga. Fundum flestar rollurnar... flestar en ekki allar, vantaði þrjár. Þær hafa sennilega synt útí nærliggjandi hólma. Þetta er svona smalamennska eins og Pabbi og Steini "bróðir" lýstu fyrir okkur Sollu þegar við fórum með þeim út í Hvallátur, hérna um árið. Nostalgía af bestu gerð.
Vikan bara búin að vera vinna og gerði. Geri ekki ráð fyrir að ég skipti um jarðveg í gerðinu fyrir veturinn. Það verður sennilega vorverkefni. Já, já ég er á fullu í smíðunum. Vinn með "Björn" (mannanöfn eru aldrei beigð hér í útlöndum) við að byggja einbýlishús. Allt annar frágangur á hornum og kringum glugga og hurðir já eða þakskeggi hér í Finnlandi en heima á Íslandi. Hér er ekki gert ráð fyrir að rigni þvert á húsin, eða uppundir þakskegg. Þar er allt opið inná ullina. Hér er fyrst og fremst hugsað um að tapa ekki hita út úr húsinu. Ekki svo mikið verið að spá í að raki geti eyðilagt. Í grunnin eru þetta samt sömu handtökin. Vorum tvo daga að setja glugga í blokk sem er verið að byggja. Þar er þetta nú sama grófa byggingarvinnan, steypa og stál. Tókum bara að okkur að glugga húsið og svo farnir að smíða einbýlishús úr timmbri. Það er alvöru.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim