Stefán Sturla Sigurjónsson

11 september 2010

Trönu tími

Nú er tími Trananna hér í Sundom. Á þessum tíma ársins flykkjast þær svo þúsundum skiptir hingað á langflugi sínu. Millilenda í Suðurfirðinum. Stoppa þar á daginn og fljúga til hafs klukkan 19 til 19.30 þar sem þær halda sig á næturnar. Koma síðan aftur klukkan 7.30 til 8 á morgnanna inn til lendingar á Suðurfirðinum. Þið trúið kannski ekki þessum tímasetningum, en svona er þetta. Nánast hægt að stilla klukkuna eftir flugi þeirra. Þið getð rétt ímyndað ykkur hvernig það er að fylgjast með oddaflugi þessara tignalegu fugla fljúga yfir býlið okkar. Kvakið þeirra minnir á söng svana, sem er svo fallegur með sína grófu tóna. En það eru miklu fleiri fuglategundir sem nýta sér Suðurfjörðinn til hvíldar á langflugi sínu. Þarna eru því tugir fuglaskoðara á daginn.
Að ríða um Suðurfjörðinn núna er ákaflega skemmtilegt. Veit ekki hvort ég horfi meira á fuglana eða fuglaskoðarana.
Hugsið ykkur hvað "Trana" er fallegt nafn á móálótta meri. Ég á eina sem heitir Hara, næsta mun heita Trana.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim