Allt getur gerst... hvað sem er getur gerst!
...og annar í dag. Við Anna Alina fórum núna um Öberget á hestunum. Þar eru fallegir skógarstígar sem ég lofaði henni að við færum um. Allt gekk vel... langleiðina. Hún söng og trallaði, hló og hleypti á sssstökk. Svo missti hún ístaðið og náði ekki að hægja á Sikli því ég var aðeins á undan. Í sömu andrá og ég lít aftur sá ég gullinstjörnuna mína detta af baki... hjartað stoppaði eitt augnablik. Hún steig strax upp ráðvilt og öskraði... sem betur fer mest af geðshræringu. Eftir langt faðmlag og spjall fór hún aftur í hnakkinn og við riðum heim. Svolítið á tölti og hún hleypti að sjálfsögðu en mest fórum við samt á feti eftir biltuna.
Hún fór í heitt bað... en verður örugglega með verki í mjöðminni á morgun.
En nú er hún orðin alvöru reiðkona... búinn að detta og allt!
Hún fór í heitt bað... en verður örugglega með verki í mjöðminni á morgun.
En nú er hún orðin alvöru reiðkona... búinn að detta og allt!
1 Ummæli:
Þann 1:04 f.h. , Nafnlaus sagði...
Æj elsku litla prinsessan mín. Hún er svo dugleg
knús til ykkar
Sandra
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim