Sumarið líður...
Dagarnir líða og sumarið með. Á morgun mánudaginn 2. ágúst byrjar Petra aftur að vinna. Ég byrja í byrjun september að vinna hjá húsameistara og verð í haust. Reyndar þarf ég að vera tvær vikur í Helsinki í október, þegar við sýnum "Græna landið" í sænskaleikúsinu. Í dag fór fjölskyldan hjólandi til Vasa í ísbúðina. Anna kvarta um þreytu og verki í hægri ristinnu eginlega við liðamótin. Þetta er búið að vera viðvarandi sl. þrjú ár og magnast þegar hún reynir extra á fótinn. Við erum búin að fara með hana í rönken og alles en ekkert finnst að. En það verður að skoða þetta betur.
N.k. laugardag förum við til Ypäjä á norræna meistaramótið í íslandshestaíþróttum. Við krakkarnir förum og ætlum að gista í tjaldi. Það er mikil tilhlökkun hjá A og A að sofa í tjaldi.
N.k. laugardag förum við til Ypäjä á norræna meistaramótið í íslandshestaíþróttum. Við krakkarnir förum og ætlum að gista í tjaldi. Það er mikil tilhlökkun hjá A og A að sofa í tjaldi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim