Stefán Sturla Sigurjónsson

24 júlí 2010

Dagarnir með Söndru

Margt hefur drifið á dagana. Sandra kom til okkar og stoppaði í viku. Það var góður tími. Fórum til Nanuq, grænlenska safnið og á æðislega strönd við Jakobstað sem maður trúir ekki að sé til í Finnlandi. Hvers vegna eru menn að fara til miðjarðarhafsins þegar svona paradís er við bæjardyrnar? Fólk þarf alltaf að vera að ferðast svo déskoti mikið að það gleymir að skoða sitt næsta nágrenni. Sandra fór með mér í reiðtúra um Sundom og sá þá suðurfjörðinn og fór um skógastígana. Sandran hefur engu gleymt í hestamennskunni þó það sé langt síðan hún hefur stundað hestamennsku. Allan tímann meðan hún stoppaði var hitabylgja í Vasa 25 til 35 stiga hiti og nóg af stinguflugum... eins og Sandran varð vör við. Maður þarf að vera duglegur að bera á sig fyrirbyggjandi flugnastungukrem.
Við fylgdum svo stelpunni okkar til Stokkhólms. Fórum með Vikingline frá Åbu þar sem fyrst var farið í Mumindalinn. Sandran varð eins og lítið barn í nýjum dótakassa. Enda er ekki annað hægt... Mumindalurinn er svo indislegur. Í Stokkhólmi stoppuðum við einn dag. Komum klukkan sjö um morguninn og fórum með ferjunni um kvöldið aftur til baka. Eyddum deginum í Skansinum. Skoðuðum dýrin og húsin... maður hefur ekki komið til Stokhólms fyrr en búið er að eyða degi –að minnsta kosti– í Skansinum. Gengum síðan um Gamlastan, fengum okkur að borða á góðum veitingastað og síðan um borð í ferjuna og Sandran í flugvél til Osló að hitta Pálínu vinkonu sína.
Æðislegur tími elsku besta Sandra mín... komdu fljótt aftur.

3 Ummæli:

  • Þann 12:51 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    ooo en æðislegt :D
    Ég var svo sannarlega með ykkur í anda.
    Svo fáið þið svona sight seen í vetur, bara annarsstaðar á hnettinum :D

    kossar kossar og enn meiri kossar :*

    Ykkar Solla

     
  • Þann 1:40 e.h. , Blogger Stefán Sturla Sigurjónsson sagði...

    Elsku Solla... við tölum bara um ferðina til B:lona. Það verður bara æði.
    Hvernig er heilsan hjá ykkur?
    Þinn pabbsen.

     
  • Þann 12:53 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

    Takk fyrir mig elsku pabbi minn, þetta var æðislegur tími, vildi að ég hefði getað verið miklu lengur :) Bitin eru nú öll farin enda bara skýjað og/eða rigning í Osló.
    Risa knús
    ykkar Sandra

     

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim