Fyrsti langi reiðtúrinn.
Við Anna Alina fórum saman í langan reiðtúr í dag. Hún reið Sikli og var þetta fyrsti langi reiðtúrinn hennar Önnu. Við vorum klukkutíma á hestbaki. Fórum um skógarstíga, fet, tölt, brokk og stökk. Já litla gullinstjarnan hleypti á stökk og þá leið henni vel. Á morgun... sagði hún... skulum við ríða til Vasa eða Solv svo allir geti séð okkur. Heldur þú... pabbi, að þegar ég verð 10 ára... að ég geti farið ein?
Hún ætlar sér og hún gerir... Dugnaðarforkurinn Anna Alina.
Hún ætlar sér og hún gerir... Dugnaðarforkurinn Anna Alina.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim