Stefán Sturla Sigurjónsson

09 ágúst 2010

Flott mót


Jæja þá erum við Adam og Anna, kominn heim af norræna meistaramótinu í hestaíþróttum. Full af flottum hestum. Norðmenn töluðu um að þetta hefði verið eins og norska meistaramótið, þeir fórum með nánast öll verðlaun... eða þannig. Í fjórgangi fullorðinna voru fjórir norðmenn og einn svíi. Íslendingar komu lítið við sögu enda ekki verið fluttur út hestur í nokkra mánuði. Fengum sýnishorn af ofviðri... bæði storm, hvirfilbyl og evrópuregn sem stóð í 30 mínútur og ofurhita. Fór upp í 37° í óopinberum mælum á staðnum á sunnudeginum. Flott mót og góðir hestar.
Myndin er af Hrynjanda FI1999102002 sem er fæddur í Finnlandi en seldur til Noregs, og Gry Hagelund töltmeistaranum. Rosalega flottur graddi undan Stíganda frá Hvolsvelli og Frigg frá Stykkishólmi.
(ljósmyndari Jaana Ikonen)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim