Flott mót
Jæja þá erum við Adam og Anna, kominn heim af norræna meistaramótinu í hestaíþróttum. Full af flottum hestum. Norðmenn töluðu um að þetta hefði verið eins og norska meistaramótið, þeir fórum með nánast öll verðlaun... eða þannig. Í fjórgangi fullorðinna voru fjórir norðmenn og einn svíi. Íslendingar komu lítið við sögu enda ekki verið fluttur út hestur í nokkra mánuði. Fengum sýnishorn af ofviðri... bæði storm, hvirfilbyl og evrópuregn sem stóð í 30 mínútur og ofurhita. Fór upp í 37° í óopinberum mælum á staðnum á sunnudeginum. Flott mót og góðir hestar.
Myndin er af Hrynjanda FI1999102002 sem er fæddur í Finnlandi en seldur til Noregs, og Gry Hagelund töltmeistaranum. Rosalega flottur graddi undan Stíganda frá Hvolsvelli og Frigg frá Stykkishólmi.
(ljósmyndari Jaana Ikonen)
Myndin er af Hrynjanda FI1999102002 sem er fæddur í Finnlandi en seldur til Noregs, og Gry Hagelund töltmeistaranum. Rosalega flottur graddi undan Stíganda frá Hvolsvelli og Frigg frá Stykkishólmi.
(ljósmyndari Jaana Ikonen)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim